Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 29

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 29
skýringu eru aðild íslands settar enn ríkari skorður, þegar um er að ræða einskonar „yfirríkjastofnanir“ eins og Efnahagsbandalagið og önnur slik bandalög, sem fengið er vald, sem stjórnarskráin fær tilteknum hand- höfum ríkisyaldsins. ísland getur ekki gerzt aðili slílcra bandalaga eða alþjóðastofnana nema samkvæmt sérstakri stjórnlagaheimild eða að undangenginni stjórnarskrár- breytingu. Það er ástæða til að setja í stjórnarskrána sérstakt ákvæði varðandi heimild landsins til að gerast aðili að þvílíkum alþjóðastofnunum. Þar á að binda þátttöku i þeim stofnunum því skilyrði, að hún hafi áð- ur verið borin undir þjóðaratkvæði og samþykkt af meiri hluta kjósenda. Það verður að setja skilvirkar skorður við þátttöku Islands í þvilíkum stofnunum og því valdaafsali, er þar af leiðir. Vegna smæðar sinnar, sögu sinnar og marg- háttaðrar sérstöðu, er eðlilegt, að íslendingar sýni mikla varúð í þeim efnum. Á hinn bóginn er heimskulegt og gagnslaust að stinga höfðinu niður i sandinn og loka augunum fyrir þeim straumhvörfum, sem nú eru að myndast á sviði milliríkjasamvinnu. Það er barnalegl að halda, að sú framvinda fari með öllu framhjá okkur íslendingum. En með skynsamlegum stjórnlagaákvæð- um eigum við að reyna að tryggja, að engin örlagarík skref séu stigin á því sviði, án þess að þjóðarviljinn sé örugglega kannaður. ~Timarit lögfræðinga 27

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.