Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 30

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 30
i3jami Ídenedil?L 'óáon: Sáttmálinn 1262 og einveldis- byltingin 1662 (Tvö útvarpserindi). Ég minnist þess, að í æsku heyrði ég föður minn og kunningja hans ræða um nauðsyn þess, að Gamli sátt- máli væri prentaður á póstkort, svo að hann gæti orðið hverjum einasta landsmanni handbær. Þessi áhugi þeirra spratt af því, að þeir töldu Gamla sáttmála vera grund- vallarheimild fyrir réttindakröfum, sem þá voru hafðar uppi gagnvart Dönum, og vildu þess vegna að allir ís- lendingar kynntust efni hans.*) Það eru sem sé ekki nema nokkrir áratugir síðan Gamli sáttmáli hafði raun- verulega þýðingu i stjórnmálum þjóðarinnar og deil- um hennar við Dani. Eftir setningu sambandslaganna við Dani 1918 hvarf sú þýðing, en enn hefur enginn lög- gerningur, sem skráður hefur verið á Islandi, meiri sögu- lega þýðingu, því að hann varð í senn sáttmáli um af- sal sjálfstæðisins og sú réttarheimild, sem bezt dugði við endurheimt þess. Vegna þess að sáttmáli þessi verð- ur í ár 700 ára gamall, var gerður á Alþingi 1262, þykir lilýða að minnast hans nú nokkrum orðum. Þess er þá fyrst að gæta, að nokkuð er á reiki um nafngift þess sáttmála, sem gerður var 1262. Flestir landsmenn kalla hann Gamla sáttmála, en því nafni hef- *) Ungir prentarar i Félagsprentsmiðjunni höfðu raunar gefið slíkt póstkort út þegar 1907 og gaf Ólafur Sveinsson prentari mér eitt þeirra eftir að hann heyrði erindi þetta. 28 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.