Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 35

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 35
hrætt þá hvern með öðrum. Hann hefur ekki viljað eiga undir því, að Gissur og Hrafn hittust fyrr en hvor um sig var búinn að fá sína menn til að sverja Hákoni kon- ungi hollustu. Niðurstaðan varð sú, að fyrst sóru þeir, sem komnir voru til Alþingis, og síðan hinir, sem biðu vestan heiðar í Borgarfirði. Hafði Gissur þá riðið af Al- þingi austur í Laugardal. Síðan sýnist Gissur hafa snúið aftur til þings og Hrafn einnig riðið þangað og þeir tek- izt í hendur fyrir kirkjudyrum, að viðstöddum helztu höfðingjum úr liði beggja. Ári síðar sóru Oddaverjar Noregskonungi hollustu og árið þar á eftir gerðu Aust- firðingar slíkt hið sama. Þar með höfðu allir Islending- ar gengið undir konung, en úrslitaákvörðunin var tekin með sættargerðinni á Alþingi 1262. Fræðimenn greinir á um, hvort hún hafi fengið lögformlegt samþykki i lög réttu sem bindandi lög fyrir allt land, en svardagarnir sýna, að það eitt var a.m.k. ekki látið duga. Þetta örstutta yfirlit gefur harla ófullkomna mynd af því, sem gerðist á þessum árum. En sannleikurinn er sá, að með þvi að lesa skýringar beztu fræðimanna á Sturl- ungu og öðrum samtímaheimildum, verða menn litlu nær. Sjálf er Sturlunga eitt merkasta ritsafn, sem skráð hef- ur verið á islenzku, en mikinn fróðleik þarf til rétts skiln- ings á öllum þeim atburðum, sem þar er sagt frá. Frá- sögnin er svo gloppótt og að því er menn nú telja, á stund- um svo vilhöll, að mjög erfitt er að finna óslitið orsaka- samhengi. Þess vegna skýrir hver fræðimaður atburða- rásina nokkuð með sínum hætti og les úr henni það, er honum sjálfum þykir sennilegast. Mér sýnist því eðli- legast til skýringar að skoða nánar þá heimild, sem með engu móti verður rengd, sjálfan sáttmálann frá 1262, og leiða af honum hvað það er, sem Islendingar þykjast vinna með gerð hans. Lítum þess vegna strax á það, sem íslendingar áskilja sér gegn því heitorði, sem þeir gefa konungi. Þá er þess að gæta, að þar sem rætt er um erfðir í Noregi, land Tímarit lögfræðinga 33

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.