Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 39

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 39
Annað höfuðatriði sáttmálans af hálfu Islendinga, kom fram í þessum orðum: „Skulu sex skip ganga af Noregi til Islands tvö sumur hin næstu, en þaðan í frá sem konungi og hinum beztu bændum landsins þykir hentast landinu.“ Þarna lýsir sér það höfuðmein, að Islendingar gátu ekki lengur annazt nauðsynlegar siglingar til landsins. Þess vegna hafði konungur stundum, þegar honum þótti mikið við liggja, beitt farbanni, þ.e.a.s. bannað allar sigl- ingar frá Noregi til Islands, En jafnvel þótt ekki væri gripið til slíkra harðræða, hefur mönnum þótt sigling hingað svo ótrygg, að æskilegt væri, að konungur ábyrgð- ist hana. Sumir telja, að tveggja ára tímabilið hafi verið ákveðið af hálfu konungs í því skyni, að knýja alla Islendinga til að fallast á sáttmálann. Heldur er það þó ólíklegt, því að þó raunin yrði sú, að tvö ár liðu þangað til hinir siðustu játuðu konungi trúnað, þá var ekki hægt að sjá það fjTÍr 1262, og harla ósennilegt, að svo berri hótun væri beitt, þegar jafnlíldega horfði fyrir konungsmáli með sættargerð þessari. Ekki er um það að villast, að þörfin fyrir frið og sigl- ingar til landsins er ákvörðunarástæða fyrir sáttmála- gerðinni 1262, samkvæmt efni hennar og orðum. Hugs- anlegt er, að hinir íslenzku samningsaðilar geri meira úr þessum þörfum en rök stóðu til og þá í því skyni að fegra sáttmálann í augum sjálfra sín og annarra. Það haggar ekki þvi, að á þessum ástæðum byggja íslend- ingar ákvörðun sína. Þarna er vísað til þeirra ágalla á íslenzku þjóðfélagi, sem aðilar töldu, að einir gætu rétt- lætt svo afdrifarika ávörðun, sem þeir sjálfir vissu, að þeir voru að taka. Hitt er annað mál, að úr veilum hins forna þjóðveldis hefði eflaust mátt bæta á annan veg, og þá einkum með eflingu islenzks ríkisvalds, sem í senn hefði nægt til að friða landið og tryggja siglingar til þess. En hyggindi Hákonar konungs birtust í því, að hann beitti valdi sinu Tímarit lögfræðinga 37

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.