Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 42

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 42
halda sáttmálann og fari svo með vald sitt sem vera ber samkvæmt honum. Að vísu er sagt, að skattur skuli vera ævinlegur, en fyrirvari um slíka skipan, sem i sátt- málanum segir, kemur strax á eftir, þ.e.a.s. uppsagnar- ákvæðið á jafnt við um skattinn sem önnur ákvæði. Þvi hefur verið haldið fram, að þarna væri einungis um að ræða einskonar uppreisnarrétt, sem þegnar stundum áskildu sér gegn höfðingjum sínum á miðölduin. En sátt- málinn ber með sér, að tveir jafnréttháir aðilar mælast við. Iíonungur fær hollustu landsmanna því aðeins, að hann undirgangist þau skilyrði, sem þeir setja, þ. á m. þetta. Annað mál er, hverjir séu hinir beztu menn, sem um eiga að dæma? Um það segir eklcert. En þar sem íslend- ingar setja skilorðið, virðist eðlilegast, að það sé metið eftir íslenzkum rétti og þá svipað og þar sem á undan er vitn- að til hinna beztu bænda landsins, sem eiga, ásamt kon- ungi, að kveða á um fjölda skipaferða hingað. Á þelta reyndi aldrei, ekki vegna þess, að sáttmálinn væri ekki rofinn af hálfu konungsvaldsins, lieldur af því, að lands- menn vantaði kjark og styrk til að rifta samningnum, svo sem þeir höfðu rétt til. En þó varð ákvæðið engan veginn þýðingarlaust. Það sannaði Islendingum fram á okkar daga, að forfeður okkar höfðu ekki ofurselt þjóð- ina erlendu valdi skilyrðislaust, heldur með þeim hætti, að ef misfarið væri með valdið, hafði þjóðin rétt til að endurheimta það. Þegar á allar aðstæður er litið, verður að viðurkenna, að sáttmálinn 1262 var ekki saminn af mönnum, sem vildu frelsi Islands feigt, þó að þeir hefðu sjálfir gefizt upp, heldur hugðust þeir búa svo um, að sem minnstur skaði yrði af. Þeir gerðu það, sem þeir fremst treyslu sér til í því skyni að þjóðin yrði sem bezt búin í þeirri viðureign, er þeir sáu að fram undan var. Einkanlega hefði uppsagnarákvæðið getað orðið þjóð- inni mikill styrkur í viðureigninni við konungsvaldið á 40 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.