Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 53

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 53
hvers staðar miðja vega milli öfganna. Bæði lslendingar og Danir aittu að geta sjeð, að það mál, sem hjer ræðir um, er eingöngu vísindalegs eðlis, og að ekki dugir að líta á það gegnum sjónargler, lituð af deilum nútímans.“ Fátt sýnir betur þá gerbrej'tingu á hugsunarhætti, sem orðin er á hálfri öld, en það, að svo ágætur íslendingur sem Björn M. Olsen, merkasti vísindamaður hérlendis í norrænum fræðum um sína daga, skuli, svo sem hann gerir í þessum orðum leggja Island og Danmörku að jöfnu, annað sem „föðurland“ sitt en 'hitt sem sitt „móðurland“. Áminning Björns um, að ekki dygði að líta deiluna um upphaf konungsvalds og þar með gildi Gamla sátt- mála gegnum sjónargler, lituð af deilum nútímans, held- ur skoða það einungis vísindalegs eðlis, var að sjálf- sögðu rétt frá sjónarmiði vísindamannsins. En sannast bezt að segja, þá voru menn ekki eingöngu að leita vís- indalegra sanninda um meira en sex hundruð ára gamla atburði, heldur voru þeir að leita vopna i sjálfstæðis- baráttu lítillar þjóðar, sem enn vantreysti sjálfri sér og hinir erlendu valdamenn hvorki töldu hafa rétt né getu til sjálfstæðis. 1 þeim efnum hafði minningin um sátt- málann 1262 og kenningin um gildi hans ómetanlega þýðingu. Sjálfir sannfærðust Islendingar um, að hvað sem aldagamalli venju liði, — sem raunar einnig getur haft mikla þýðingu, — þá hefði þjóðin aldrei af frjáls- um vilja afsalað sér úrslitarétti um eigin mál og að svo miklu leyti, sem sá réttur á einveldistímunum hefði komizt í hendur konungi, væri hann við afsal einveldis- ins aftur kominn i þjóðarinnar hendur. Og þó að Danir sannfærðust eklci af lögfræðirökum eða réttarkröfum Islendinga, þá þreyttust þeir á þeim. Auðvitað voru það aðrar ástæðum, sem réðu úrslitum. Dr skáru vaxandi vilji og geta islenzku þjóðarinnar til sjálfstæðis og vaxandi skilningur Dana á, að Islendingar væru þrátt fyrir fámenni og umkomuleysi í raun og veru sérstök þjóð. Þessar ástæður ásamt ytri aðstæðum, sem Tíniarit lögfræðingá 51

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.