Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 62

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Side 62
Nýmæli í lögum. (Frh. sbr. 1. hefti 1961). A síðari árum hefur alþjóðleg samvinna aukizt mjög á ýmsum sviðum og eftir lýðveldisstofnunina hefur þátt- taka okkar á þessum sviðum aukizt mjög. Við höfum þvi gerzt aðilar að mörgum milliríkjsamningum. Um einn þátt á þessu sviði fjalla lög nr. 59, 29. marz 1961 um þátttöku íslands i Hinni alþjóðlegu framfarastofnun (In- ternational Development Associatio.n). Með lögum þess- um er ríkisstjórninni heimilað að gerast aðili að stofn- un þessari og jafnframt að taka lán hjá Seðlabanka ís- lands að upphæð jafngildis 100.000.00 Bandaríkjadollara, til þess að standa straum af þátttökunni. Samkv. 1. gr. samningsins er markmið stofnunarinnar: „Að stuðla að efnahagslegum framkvæmdum, auka framleiðni og bæta þar með lífskjör í löndum þeim, sem skammt eru á veg komin og þátttakendur eru í stofnuninni, einkum með því að útvega fjármagn til þýðingarmikilla framkvæmda með kjörum, sem eru rýmri og íþyngja ekki greiðslu- jöfnuðinum jafnmikið og venjuleg lán, og stuðla á þann liátt að þeim markmiðum framkvæmda, sem Alþjóða- bankinn til viðreisnar og framkvæmda (sem hér eftir nefnist bankinn) stefnir að, svo. og að auka við starfsemi hans. Ber stofnuninni i öllum ákvörðunum að fara eftir ákvæðum þessarar greinar." Samningurinn er mjög itar- legur og ekki tök á að rekja efni hans nánar hér, enda efnið á nokkuð sérstæðu sviði. Lög nr. 60, 29. marz 1961, um launajöfnuð kvenna og karla má telja merkan áfanga á sínu sviði. Beint ná lögin aðeins til verkakvennavinnu, verksmiðjuvinnu og verzlunar- og skrifstofuvinnu og launajöfnuður kemst á smám saman, en fullum jöfnuði skal náð 1. jan. 1967. 60 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.