Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Blaðsíða 21
miklar takmarkanir, sem settar hafa verið veiðiréttind-
um manna, þótt þróunin liafi hins vegar gengið í þá
átt, að láta bætur koma fyrir, ef takmarkanir eru mjög
þungbærar. Dæmi um takmarkanir, sem á sínum tíma
hafa hlotið að koma mjög hart niður, eru t. d. bann
veiðilaga við veiði með ádrætti og kistum og við veið-
um í tilteknum ósum. Bann það við jarðraski og við-
tæk heimild fyrir ráðherra til að banna sand- og malar-
töku, sem var í 1. nr. 123/1940, réttlætist sjálfsagt sömu-
leiðis einkum af verndartilgangi. í náttúruverndarlög-
um er ekki gert ráð fyrir að bætur komi jafnan fvrir
friðlýsingar, þótt af þeim leiði fjárhagslegt tjón. Má
gera ráð fyrir, að þar ráði verndarmarkmiðið nokkru,
þótt önnur sjónarmið séu e. t. v. fyrst og fremst höfð í
huga. Þá liggja sjálfsagt svipuð verndarsjónarmið til
grundvallar bótalausum takmörkunum skv. skógrækt-
ar- og sandgræðslulögum.
3. Anders Vinding Kruse hefur í Tidsskrift for Retts-
vitenskap árið 1947 tekið undir þá skoðun, að mörkin
milli eignarnáms og takmarkana á eignarrétti ráðist
fyrst og fremst af því, hvort um yfirfærslu eignarheim-
ilda sé að ræða eða ekki. Telur hann sömuleiðis, að sú
skoðun eigi sér stoð í orðalagi umrædds stjórnarskrár-
ákvæðis.16) Höfundur viðurkennir þó, að sérhver skerð-
ing á eignarrétti eins aðila hljóti yfirleitt að liafa í för
með sér meira eða minna hagræði fyrir aðra aðila,
fleiri eða færri, og skipti þar ekki máli, hvort um sé
að ræða afnám eða yfirfærslu réttinda. Þetta leiði til
þess, að í takmarkatilfellum geti orðið erfitt að skera
úr því, hvort hagræði það, sem menn hafi þannig öðlazt,
sé til komið fyrir yfirfærslu réttinda eða beri aðeins
að skoða sem afleiðingu af afnámi réttinda. Höfundur
telur þó unnt að ráða fram úr þessum vanda. Hann
telur, að því aðeins sé um yfirfærslu að ræða, að liags-
munir þeir, sem aðrir öðlizt við skerðinguna, svari til
þeirra réttinda, sem skert voru. Séu hagsmunirnir hins
Tímarit lögfræðina
77