Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Blaðsíða 41
rekja það mál í einstökum atriðum en þó tel ég rétt til
glöggvunar á svari minu að geta nokkurra sögulegra at-
riða varðandi vitni.
II
Samkvæmt Grágás voru sönnunargögn hin sömu hvern-
ig sem máli var farið. Ákveðin atvik skyldi venjulega
sanna með tilteknum lögmæltum hætti og' ef það var gert
var full sönnun fengin. Sönnun var formbundin og varð-
aði stundum sakarefni en stundum ekki. Kviður var það
sönnunargagn, sem mest var notað. Vottar voru þó taldir
vera sterkara sönnunargagn cn kviður og skyldi vottorð
fyrr fram bera en kvið, ef hvorttveggja fylgdi sök, Grg.
I a 60, 68. Styrkleiki vottasönnunar var fólginn í því, að
vottar skyldu eingöngu bera það, sem þeir höfðu séð eða
heyrt, Grg. II 369. Þeir skyldu aðallega bera um réttar-
farsatriði og var venjulega nægilegt að þeir væru
tveir, Grg. II 418. — Vottar skjddu vinna eið að fram-
burði sínum, Grg. I a 57. Var hann unninn að krossi eða
við helga bók og var venjulega svo: „Ég vinn eið að krossi
(bók) og segi það guði að . . . sbr. nánar tilvitnanir
í Grg. III 598—599.
Með Jónsbók breyttust reglur um sönnun og sönnunar-
byrði og einkum á þann veg að kviður nær hvarf en víð-
tæk eiðsheimild var lögtekin. Samkvæmt Þingf.b. 4. kap.
skyldi hvert mál dæma eftir gögnum og vitnum. Ef eitt
vitni bar með manni var sem enginn væri, þ. e. veilti að-
eins líkur, en tvö vitni voru sem tíu, þ. e. veittu fullgilda
sönnun, ef maður uggir eigi andvitni í móti. Vitnaskylda
var almenn og skjddu vitni bera um það, sem þau höfðu
séð eða heyrt, Kaupab. 13. kap. Þau skyldu vera óaðfinn-
anleg, sbr. Kaupab. 2. kap. Það varð aðalreglan að sak-
borningur mátti með synjunareiði leysa sig undan þeirri
sök, er hann var borinn nema full sönnun væri fengin
um málavöxtu en oftast þurftu einnig aðrir menn að
sverja um það hvort þeir hyggðu honum eið hans særan
Timarit lugfræðina
97