Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Blaðsíða 11
efnis og áhrifa skerðingarinnar. Skal hér vikið að hvoru sjónarmiðinu fyrir sig. 2. Troels G. Jörgensen hefur í doktorsritgerð sinni frá 19056) og siðar i afmælisriti tileinkuðu Yinding Kruse árið 19407) lagt á það áherzlu, að eignaskerðingar, sem miðuðu að .þvi að veita réttindum annarra eða almenn- ingshagsmunum vernd, verði ekki taldar til yfirfærslu réttinda, heldur aðeins til takmarkana á eignarréttind- um. Lagalegan grundvöll og réttarlegar ástæður reglna þeirra, er mæla fyrir um takmörk eignarréttar, telur höfundur, að sé að finna í þeim átökum, sem verði milli andstæðra hagsmuna ólíkra hópa. Löggjafinn hafi vegið og metið þessa hagsmuni hverja gegn öðrum og niðurstaðan orðið sú, að eignarréttinum hafi verið sett- ar vissar hömlur, ef neyting hans kynni að öðrum kosti að verða öðrum til tjóns eða að minnsta kosti almennt séð til minni nota. Ástæðna til reglnanna um takmark- anir á eignarrétti er því að áliti þessa höfundar að leita í tilliti því, er verði að sýna öryggi og heilbrigði manna, ennfremur í hagsmunum þjóðfélagsins af því, að jarðrækt sé stunduð í vissum rekstrarformum, að til séu skógar og annar jarðargróður svo og dýr í viss- um mæli o. s. frv. Stundum sé unnt að sýna fram á, að takmörkunin sé gerð í þágu ákveðinna eigenda, en stundum sé það hins vegar i þágu óákveðinna hópa.8) Samkvæmt kenningu höfundar er því um takmarkanir á eignarrétti að ræða en ekki eignarnám, þegar með eignarskerðingu er miðað að vernd jarðargróðurs og dýralífs. Sama gildir um eignaskerðingar til verndar lífi og heilbrigði manna og dýra, t. d. skerðingar, sem ætlað er að koma í veg fyrir smithættu fyrir menn og húsdýr frá íveruhúsum, munum og sýktum dýrum. Tel- ur höfundur í samræmi við það t. d., að eyðing muna og niðurskurður búfjár í þessu skyni verði ekki talið eignarnám.9) Sú áherzla, sem Troels G. Jörgensen leggur á þýðingu réttarverndartilangsins fyrir aðgrein- Tímarit lögfræðina 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.