Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Side 49

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Side 49
2.5. Staðfesting eflir á hvetur menn til að hugsa sig tvisvar uni varðandi hvert atriði og til að leiðrétta það, sem missagt kann að vera, og afturkalla ummæli, sem vafi er um. Þær röksemdir, sem ég hef merkt 2.1, 2.2 og 2.3 leiða fyrst og fremst til þeirrar niðurstöðu, að staðfesting skuli ekki eiga sér stað nema i sérstökum tilvikum. Stundum kann að vera unnt að gera sér grein fyrir því, áður en skýrsla er gefin, aðslíkar aðstæður séu fyrir hendi. Sjaldn- ast myndi þess þó kostur. Þess vegna tel ég, að öll þessi atriði mæli' gegn því, að staðfesting fari fram, áður en skýrsla er gefin. Af þeim röksemdum, sem nefndar hafa verið, tel ég þær, er auðkenndar eru 1.1 og 2.1 þyngstar á metunum. I mínum huga er ekki vafi á, að hin síðartalda vegur xyixhlu j-nest og ræðui' urslitum. Su niðuxstaða styrkist af öðrum þeim rökscmdum, sem taldar hafa verið til styrkt- ai' því, að staðfesting skuli fi'arn fara, eftir að skyrsla hef- ur verið gefin, Mér finnst ég hafa hlustað á of margar furðuskýrslur, of oft hafa heyrt rnenn halda fram gagn- stæðum fullyrðingum urn einföld atriði, til að ég geti haft ýkjamikla trú á gildi skýrslna fyrir dónxi. Ég minnist þess ekki, að staðfesting hafi nokkru sinni í réttarhaldi hjá mér leitt til þess, að skýrslu væri breytt i mikilvægu atriði. Ég tel ekki rétt, að rnenn leggi mannorð sitt og virðingu að veði ixema brA'na nauðsyix beri til. Þess vegna er ég andvígur tíðunx staðfestingum. Er heppilegast að láta staðfestingu bíða, unz ljóst er að lokinni skýrslugjöf, hvort hennar er brýn þörf. Þór Vilhjálmsson 105 Timarit lögfrrvðinn

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.