Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Blaðsíða 43
nota lengur eiðsútskýringu og áminningu Norsku laga, heldur var löggilt ný áminningarræða til þeirra, er eið eiga að vinna fyrir rétti, sbr. Lovs. f. Isl. XIII bls.489—492. Arið 1911 voru sett sérstök lög um eiða og drengskapar- orð, 1. nr. 29, 11. október 1911. Samkvæmt 2. og 3. gr. skyldi vitnaframburður að jafnaði staðfestur með eiði eða drengskaparorði, en samkvæmt 4. gr. féll staðfesting nið- ur, ef málsaðilar samþykktu það. Samkvæmt síðastnefndri lagagrein hélzt óbreytt hin eldri regla að staðfesting fór fram að lokinni yfirheyrslu. I 134. gr. laga nr. 85, 23. júní 1936 um meðferð einka- mála í héraði er enn ákveðið að staðfesting á vitnisburði skuli fara fram eftir á. Jafnframt er áminningarræðan í tilsk. 22. september 1846 lögð niður en dómari skal brýna fyrir vitni, „eftir því sem við á, þýðingu og helgi staðfest- ingarinnar, bæði fyrir úrslit málsins og fyrir vitnið sjálft, bæði lagalega og siðferðislega“. Vitni staðfestir framburð sinn með því að lyfta hægri hendi sinni og hafa upp eftir dómara þessi orð: „Ég sver það og vitna til guðs míns, að ég hefi sagt satt eitt og ekkert undan dregið“ (eiður) eða „Ég lýsi því yfir og legg þar við drengskap minn og heiður, að ég hefi satt eitt sagt og ekkert undan dregið“ (drengskaparhei t). Samkvæmt 100. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 27, 5. marz 1951 (nú lög nr. 82, 21. ágúst 1961) er hins vegar almenna reglan sú að vitni festir heit um sann- an framburð sinn áður en vitnaleiðsla fer fram. Auk þess sem dómari skal brýna alvarlega fyrir vitni skyldu þess til að gefa sönn og rétt svör við spurningum sinum og draga ekkert undan, er máli skiptir, „minnir dómari vitni á þýðingu vitnisburðar um málsúrslit og skýrir fyrir vitn- inu með tilvísun til viðeigandi ákvæða hegningarlaga þá refsiábyrgð, er vitni kann að baka sér með vísvitandi eða gáleysislega röngum framburði, og þá siðferðislegu á- byrgð, sem röngum framburði er samfara". Vitni stað- festir framburð sinn með sama hætti og hefur eftir dóm- Tímarit lögfræðina 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.