Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Page 43

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Page 43
nota lengur eiðsútskýringu og áminningu Norsku laga, heldur var löggilt ný áminningarræða til þeirra, er eið eiga að vinna fyrir rétti, sbr. Lovs. f. Isl. XIII bls.489—492. Arið 1911 voru sett sérstök lög um eiða og drengskapar- orð, 1. nr. 29, 11. október 1911. Samkvæmt 2. og 3. gr. skyldi vitnaframburður að jafnaði staðfestur með eiði eða drengskaparorði, en samkvæmt 4. gr. féll staðfesting nið- ur, ef málsaðilar samþykktu það. Samkvæmt síðastnefndri lagagrein hélzt óbreytt hin eldri regla að staðfesting fór fram að lokinni yfirheyrslu. I 134. gr. laga nr. 85, 23. júní 1936 um meðferð einka- mála í héraði er enn ákveðið að staðfesting á vitnisburði skuli fara fram eftir á. Jafnframt er áminningarræðan í tilsk. 22. september 1846 lögð niður en dómari skal brýna fyrir vitni, „eftir því sem við á, þýðingu og helgi staðfest- ingarinnar, bæði fyrir úrslit málsins og fyrir vitnið sjálft, bæði lagalega og siðferðislega“. Vitni staðfestir framburð sinn með því að lyfta hægri hendi sinni og hafa upp eftir dómara þessi orð: „Ég sver það og vitna til guðs míns, að ég hefi sagt satt eitt og ekkert undan dregið“ (eiður) eða „Ég lýsi því yfir og legg þar við drengskap minn og heiður, að ég hefi satt eitt sagt og ekkert undan dregið“ (drengskaparhei t). Samkvæmt 100. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 27, 5. marz 1951 (nú lög nr. 82, 21. ágúst 1961) er hins vegar almenna reglan sú að vitni festir heit um sann- an framburð sinn áður en vitnaleiðsla fer fram. Auk þess sem dómari skal brýna alvarlega fyrir vitni skyldu þess til að gefa sönn og rétt svör við spurningum sinum og draga ekkert undan, er máli skiptir, „minnir dómari vitni á þýðingu vitnisburðar um málsúrslit og skýrir fyrir vitn- inu með tilvísun til viðeigandi ákvæða hegningarlaga þá refsiábyrgð, er vitni kann að baka sér með vísvitandi eða gáleysislega röngum framburði, og þá siðferðislegu á- byrgð, sem röngum framburði er samfara". Vitni stað- festir framburð sinn með sama hætti og hefur eftir dóm- Tímarit lögfræðina 99

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.