Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Blaðsíða 25
færslu umráðaréttar og hins vegar afnáms slíks réttar
eða eyðingar eigna, að réttlætanlegt geti verið að reisa
aðgreininguna milli eignarnáms og takmarkana á eign-
arrétti eingöngu á því atriði.
Varla mun því rétt að reisa aðgreininguna milli eign-
arnáms og takmarkana á eignarrétti eingöngu á þvir
hvort um yfirfærslu eignarheimilda í skilningi um-
ræddrar kenningar er að ræða eða ekki. Má og færa að
því nokkur rök úr löggjöf og dómsúrlausnum, að svo
sé ekki gert í íslenzkum rétti. Af íslenzkum dómsúr-
lausnum má, auk áðurnefnds hæstaréttardóms út af
banni við minkaeldi, liklega ennfremur ráða það af
dómi Hæstaréttar frá 25. október 1937,21) að eignarnám
verði skv. íslenzkum rétti ekki bundið við það, að eign-
arráð séu tekin af eigandanum og stofnað til jákvæðs
umráðaréttar til handa eignarnema, heldur nái það
einnig til eignaskerðinga, sem leiða til þess, að eign
verður eigandanum ónothæf og jafnvel til fjárhagslegr-
ar byrði.
Ýmis dæmi, er færð voru hér að framan úr isl. lög-
gjöf gegn réttarvörzlukenningu Troels G. Jörgensen,
verða einnig færð gegn kenningu Anders Vinding Kruse,
svo sem ákvæði þau, er rakin voru úr ísl. lax- og silungs-
veiðilöggjöf. Ennfremur má benda á það, er fvrr var
að vikið, að skv. íslenzkum rétti sé undir vissum kring-
umstæðum skylt að greiða bætur fyrir eyðingu eigna,
t. d. fyrir yfirgripsmikinn niðurskurð á gripum, er fjar-
læg hætta stafar af, sérstaklega ef gera má ráð fyrir,
að nokkur hluti gripanna sé i raun og veru heilbrigður.
Ennfremur má nefna hér lög um friðun Eldeyjar, sem
mæltu fyrir um eignarnámsbætur til rétthafa yfir evnni.
Lög um loftferðir mæla sömuleiðis fyrir um fullar bæt-
ur fyrir neikvæðar umráðatakmarkanir. í greinargerð
fyrir skipulagslögum er gert‘ráð fyrir, að stundum geti
verið skylt að greiða eignarnámsbætur fyrir takmark-
anir á afnota- og ráðstöfunarrétti eigandans yfir eign
Tímarit lögfrædina
81