Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Blaðsíða 56
ingsmanna og áþekkra starfa, en Hæstiréttur hafi dæmt
þau undan söluskatti (sbr. nú 7. gr. 1. nr. 10/1960).
Sýknukrafa stefnda var byggð á b-lið 3. gr. 1. nr. 75/
1953 (sbr. nú 4. gr. 1. nr. 10/1960). Taldi hann, að stefn-
andi seldi með álagningu vinnu verkfræðinga þeirra, sem
hjá honum störfuðu og ynnu fyrir föstu kaupi. Taldi
stefndi störf þessi ópersónuleg að því leyti að verkkaup-
anda skipti það engu, hver af starfsmönnum stefnanda
ynni verk það, sem keypt væri. Væri þetta á engan hátt
sambærilegt við starfsemi málflutningsmanna, þar sem
um væri að ræða persónulega andlega vinnu þeirra sjálfra
og ekki að ræða um sölu þjónustunnar með álagningu.
Dómarinn byggði úrslit málsins á því, að Ijóst væri að
umræddur söluskattur hefði verið lagður á tekjur stefn-
anda af störfum verkfræðinga í hans þjónustu. Þólt svo
yrði talið að verkfræðingur, sem ynni störf sem þau, er
hér um ræðir, væri ekki skyldur að greiða af þeim sölu-
skatt, kæmi það ekki stefnanda að haldi, þar eð telja yrði,
að hann hafi hér verið að selja vinnu eða þjónustu ann-
arra. Var þvi sýknukrafa stefnda tekin til greina.
(Dómur Bþ. R. 22/6. 1957).
112
Timarit lögfræðinga