Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Side 11

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1964, Side 11
efnis og áhrifa skerðingarinnar. Skal hér vikið að hvoru sjónarmiðinu fyrir sig. 2. Troels G. Jörgensen hefur í doktorsritgerð sinni frá 19056) og siðar i afmælisriti tileinkuðu Yinding Kruse árið 19407) lagt á það áherzlu, að eignaskerðingar, sem miðuðu að .þvi að veita réttindum annarra eða almenn- ingshagsmunum vernd, verði ekki taldar til yfirfærslu réttinda, heldur aðeins til takmarkana á eignarréttind- um. Lagalegan grundvöll og réttarlegar ástæður reglna þeirra, er mæla fyrir um takmörk eignarréttar, telur höfundur, að sé að finna í þeim átökum, sem verði milli andstæðra hagsmuna ólíkra hópa. Löggjafinn hafi vegið og metið þessa hagsmuni hverja gegn öðrum og niðurstaðan orðið sú, að eignarréttinum hafi verið sett- ar vissar hömlur, ef neyting hans kynni að öðrum kosti að verða öðrum til tjóns eða að minnsta kosti almennt séð til minni nota. Ástæðna til reglnanna um takmark- anir á eignarrétti er því að áliti þessa höfundar að leita í tilliti því, er verði að sýna öryggi og heilbrigði manna, ennfremur í hagsmunum þjóðfélagsins af því, að jarðrækt sé stunduð í vissum rekstrarformum, að til séu skógar og annar jarðargróður svo og dýr í viss- um mæli o. s. frv. Stundum sé unnt að sýna fram á, að takmörkunin sé gerð í þágu ákveðinna eigenda, en stundum sé það hins vegar i þágu óákveðinna hópa.8) Samkvæmt kenningu höfundar er því um takmarkanir á eignarrétti að ræða en ekki eignarnám, þegar með eignarskerðingu er miðað að vernd jarðargróðurs og dýralífs. Sama gildir um eignaskerðingar til verndar lífi og heilbrigði manna og dýra, t. d. skerðingar, sem ætlað er að koma í veg fyrir smithættu fyrir menn og húsdýr frá íveruhúsum, munum og sýktum dýrum. Tel- ur höfundur í samræmi við það t. d., að eyðing muna og niðurskurður búfjár í þessu skyni verði ekki talið eignarnám.9) Sú áherzla, sem Troels G. Jörgensen leggur á þýðingu réttarverndartilangsins fyrir aðgrein- Tímarit lögfræðina 67

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.