Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Page 13
norskan í föðurætt. Hálfíslenzkum manni mundi varla hafa verið falin sú forusta i Staðamálum sem Erlendur iiafði. Hann hefur að vísu verið af sunnlenzku foreldri en búið í Vestfirðingafjórðungi. Hinn eini bústaður hans, sem nefndur er í gögnum, sem nú eru kunn, er Ferju- bakki í Borgarfirði. Tilgátur þær og jafnvel fullyrðingar um það, að hann hafi búið á Strönd i Selvogi eða þar í grennd, hafa elcki við nein rök að styðjast. Það er lika alveg ljóst, að hann hefur verið lögmaður að n. og v., en ekki að s. og a., enda tekur Þorlákur bóndi á Kolbeins- stöðum Narfason við af honum. Engar beinar heimildir eru um það, hvernig Þorlákur var fyrst í lögmannsembætti settur, en eftir því sem mál- um var þá háttað í Noregi, er eðlilegast að ætla um val hans, að því hafi landsmenn ráðið og að formlegt kjör hafi þá farið fram á Alþingi, en um þetta vita menn ekk- ert. Þorlákur fór utan 1293, þótt annálum komi ekki saman um árið. Það má ráða af þvi, að réttarbót Eiriks konungs Magnússonar, sem dagsett er 2. júli 1294, visar til þess, að Þorlákur lögmaður hafi átt hlut að henni.1) Þegar lögmenn fóru utan, mun ferð þeirra eflaust að jafnaði hafa verið ráðin nokkru fyrir Alþing. Þeir hafa því á Alþingi þess árs vitað, að þeir mundu verða burtu a. m. k. vetrarlangt og því ekki getað gegnt embættisstörfum hér- lendis á meðan. Þeir hafa þvi að líkindum sagt af sér lögmennsku í bili, í trausti þess, að þeir ættu vísan veg í embættið þegar þeir kæmu aftur. Þegar Þorlákur fer utan 1293 verður Sigurður Guðmundsson lögmaður, og verður hið óljósa orðalag annálsins, sem getur þessa, varla skilið öðru vísi en svo, að Sigurður liafi verið einungis eitt ár lögmaður.2) Þorlákur kom út 1294 og er þá nefnd- ur lögmaður i annálum og hefur þá væntanlega tekið við H D. I. II, bls. 282. -) G. Storm. ísl. ann., bls. 143. Timarit lögfræðinga 11

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.