Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Page 17
þegar fyrr verið kjörinn á Alþingi þótt dróttseti hafi í
nafni konungs formlega skipað hann.
Af orðalagi annáianna, sem um lögmannaskipun geta
á 14. öld, má stundum álykta nokkuð. T. d. segir einn
annáll við árið 1343, að út hafi komið herra Grímur og
skipað lén um Vestfjörðu og Sunnlendingafjórðung og
allt til Helkunduheiðar og hirðstjórn og slcipa lögmenn
fyrir norðan land og sunnan.1) Grímur þessi var Grímur
riddari Þorsteinsson, sem hafði farið utan árið áður, hafði
verið lögmaður a. m. k. tvisvar og var eflaust þaulreyndur
í íslenzkum stjórnmálum. Hann hefur líklega fengið vald
sitt beint frá konungi, sem hafði í mörgu að snúast um
þessar mundir og hefur viljað fela Grími að skipa lög-
menn fremur en að láta það vald í liendur Alþingi. Menn
vita ekki hvort Grímur hefur neytt þessa skipunarvalds,
en það er greinilegur munur á því, að hérlendum höfðingja
sé fengið þetta vald beint úr konungs hendi en að það sé
sett í hendur erlendum, svo sem átli sér stað um Ögmund
dróttseta Finnsson. Þetta á sér einnig stað síðar. Þorsteinn
Evjólfsson kemur út 1364, eftir því sem nokkrir annáíar
segja, skipuð hirðstjórn og sýsla um hálft landið, s. og a.,
lögsögn yfir hinum helmingnum, og hann skyldi skipa
lögmann s. og a.2) Þorsteinn varð lögmaður oftar og lengi.
Annáll nokkur segir frá því, að árið 1371 hafi komið út
Magnús Jónsson með lögsögn fyrir norðan land og andazt
litlu síðar.3) Sami annáll segir, að á Alþingi ári síðar hafi
Smiður Andrésson, sem hér hafði verið hirðstjóri og veg-
inn var i Grundarbardaga, verið úrskurðaður bótamaður
af Þorsteini Eyjólfssyni. Þorsteinn ætti þá að hafa verið
lögmaður, og ef treysta má ársetningu annálsins, hafa
tekið við af Magnúsi að n. og v. Varla hefur konungur
getað brugðið svo skjótt við eftir lát Magnúsar Jónssonar,
1) G. Storm. ísl. ann., bls. 210.
2) G. Storm. ísl. ann., bls. 227.
3) S. st., bls. 229.
Tímarit lögfræðinga
15