Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Page 18

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Page 18
að hann hafi þá verið búinn að skipa nýjan lögmann i hans stað. Þorsteinn hefur því án efa verið kosinn af Al- þingi, enda er eðlilegast að ætla, að svo hafi að jafnaði verið þegar lögmenn féllu snögglega frá. Noregskonungar áttu mikið í ófriði á 14. ölcl. Það mun þvi oft hafa verið umhendis fyrir þá að gefa málum á Islandi þann gaum, sem þeir hefðu viljað. Því hefur einnig verið allmikill losarabragur á mörgu hér á þeim tímum. í Arnesingaskrá svokallaðri, sem talin er vera frá 20. júli 1375, segir m. a.: „Lögmenn viljum vér jafnan hafa hina sömu forfalla- laust, ok ekki umskipti á gera, þá eina þó, er í lögréttu eru samþykktir með réttu þingtaki, ef þeir halda hlýðni við vorn Noregskonung ok lög við þegnana".1) Samþykktar- ákvæði þetta lýsir ekki einungis óskum landsmanna um skipun lögmanna og festu þeirra i embætti ef þeir rækja störf sín vel, heldur hljóta þau að lýsa skilningi lands- manna á þeim tímum á þvi hvernig lögmenn ætti að ré!t- um lögum að kjósa, þótt rituð lagaákvæði væri ekki til um kjör þeirra. Eðlilegast tel ég að skilja samþykktar- orðin svo, að lögmenn ætti að tilnefna og samþykkja á Alþingi (þ. e. í lögréttu), en siðan ættu þeir að fá stað- festingu konungs fyrir embættinu. Þessi skilningur er i samræmi við það, sem orðið er venja þegar komið er fram á 16. öldina og e. t. v. fyrr. í lok 14. aldarinnar eru orðin öll önnur tök á lands- stjórnarmálum og bera þau merki Margrétar drottningai'. Svo sem sagt er i Réttarsögu Alþingis, hefur Margrét að vísu farið að óskum og kröfum landsmanna í þvi efni, að þegar Hrafn Bótólfsson kom út árið 1381 hafði Ölafur konungur veitt honum lögsögn um hálft landið æ meðan Hrafn lifði.2) Ölafur konungur var þá barn að aldri, en móðir hans réði ríkjum. Hún gekk hins vegar framhjá 16 H D. I. II, bls. 354—357. 2) Saga Alþingis I, bls. 173. Tímarit lögfrœðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.