Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Síða 19
hinu meginatriðinu í samþykktarkröfunum um lögmenn,
að Alþingi hefði frumkvæðið um val þeirra, og sýnir þetta
bæði hinn ákveðna vilja Margrétar i nafni konungs til að
ráða lögmannsskipuninni og tilraun hennar til að skapa
festu í landsstjórninni. Á sama hátt lætur hún dróttseta
sinn fáum árum síðar skipa Narfa Sveinsson lögmann s.
og a., og þótt ekkert sé fram um það tekið, að Narfi hafi
verið skipaður ævilangt, fór það svo, að hann var í em-
bættinu um 20 ár samfleytt, eftir því sem bezt verður séð.
Hrafn Bótólfsson fórst í jarðskriðu árið 13901) og varð
þá Þorsteinn Eyjólfsson, tengdafaðir hans, lögmaður. Hann
hafði þrisvar áður gegnt því embætti og var nú sennilega
a. m. k. á sjötugsaldri. Lögmannsannáll segir: „Tekinn
Þorsteinn Eyjólfsson til lögmanns fyrir norðan og vestan
á Islandi á Alþingi14,2) en Flateyjarannáll hefur þessi orð:
„Skipaður af hirðstjóra á Alþingi með samþykki almúg-
ans Þorsteinn Eyjólfsson lögmaður yfir Norðlendinga- og
Vestfirðinga .. ,“.3).
Vigfús ívarsson hirðstjóri var nýkominn út þegar Hrafn
Bótólfsson lézt. Hann er hirðstjórinn, sem Flateyjarannáll
getur um, og hann er í embætti sinu allan þann tíma, sem
Margrét drottning réði ríkjum.
Hér er e. t. v. greinilegast sagt frá hinu einkennilega
samráði konungs og Alþingis um skipun lögmanna. Hirð-
stjórinn er hinn viðurkenndi umboðsmaður konungs eða
ríkisstjóra, sem er nú orðinn æði fjarlægur, dvelst senni-
lega lengstum suður i Danmörku. Hann skipar lögmann-
inn, en almúginn, þ. e. þingheimur, samþykkir, og hans
samþykkis virðist hafa þurft með.
Þegar komið er fram á síðari rikisár Eiríks konungs af
Pommern, hafa menn hér verið orðnir vanir allmikilli festu
í ríkisstjórn, þótt konungarnir hafi færst fjær. Lögmenn
G. Storm. ísl. ann., bls. 416.
2) S. st., bls. 284.
3) S. st., bls. 417.
Tímarit lögfrœðinga
17