Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Síða 23
lögmaður að n. og v. á Alþingi. Kjörbréfið er með svo-
felldu orðalagi: „... kjörum vér og samþykktum fyrr-
nefndir menn (þ. e. hirðstjórinn, lögmaðurinn að s. og a.
og nokkrir sýslumenn og lögréttumenn) með öllum al-
múganum utan lögréttu og innan ærlegan dandi mann,
Teit bónda Þorleifsson, fyrir fullmektugan lögmann norð-
an og vestan á Islandi etc . .. því biðjum vér yðra verð-
ugustu náð auðmjúklega, herra kóng Kristiern, að hylla
og styrkja þenna vorn gerning með yðru náða bréfi*'.1)
Hér kemur greinilega í ljós hvernig Alþingi þá hugsar
sér að lögmannskjör skuli vera, að það kjósi manninn, en
konungsstaðfestingar þurfi siðan fyrir kjörinu. Það þýddi
auðvitað, að hið raunverulega veitingarvald var i höndum
Alþingis, með því að konungur hafði eflaust sjaldan rök-
studdar ástæður til að hafna þeim manni, sem kjörinn var.
Vigfús lögmaður Erlendsson virðist hafa látizt erlendis
síðla vetrar árið 1521. Lát hans er orðið kunnugt hér á
landi 21. maí þ. á.2) A Alþingi á þvi ári er Erlendur Þor-
varðsson orðinn lögmaður að sunnan og austan3) og hefur
auðvitað ekki verið tóm til þess að leita konungsveitingar
fyrir embættinu frá þeim tima er lát Vigfúsar spurSist
hingað til lands þangað til Alþingi kom saman. Erlendur
er því kjörinn lögmaður sunnan og austan á Alþingi 1521.
Sennilegt er, að hann hafi fengið konungsstaðfestingu fyrir
embættinu skömmu síðar, þótt ekkert sé um það kunn-
ugt. Löngu siðar félck hann slíka staðfestingu, svo sem
siðar segir.
Jón biskup Arason kom út með vígslu 1525. Þá hafa
valdahlutföllin á Norðurlandi snúist honum í vil, og Teitur
Þorleifsson hefur orðið að láta í minni pokann þar. Hvort
sem Teitur hefur viljugur sagt af sér lögmennsku eða
hann hefur verið knúinn til þess, er víst, að Hrafn Brands-
H D. I. IX, bls. 102—103.
3) D. I. VIII, bls. 792.
3) D. I. VIII, bls. 816—818.
Tímarit lögfræðinga
21