Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Page 25
lögmaður úr hinu lögmannsumdæminu gegndi fyrir em-
bættisbróður sinn í forföllum hans, svo sem hann tók við
lögmannsstörfum i hinu embættinu ef starfsbróðir hans
féll snögglega frá eða varð ófær um að gegna störfum.
Það skiptir ekki máli í því efni, sem hér er til athugun-
ar, að konungsbréf til Ara er árið 1537 gefið út til að vera
lögmaður „nordenfieldz“ og annað er út gefið árið 1536
til Erlends Þorvarðssonar að vera lögmaður „Synnden-
fieldz, östenfieltz, westenfieldz11.1)
Skipting þessi er eflaust i sambandi við ítök biskupanna
í landsfjórðungunum, en mun varla hafa orðið virk, þótt
Erlendur Þorvarðsson i alþingisdómi frá 1. júlí 1538 telji
sig lögmann austan, sunnan og vestan, en þar nefnir hann
einmitt í dóm i máli Jóns biskups Arasonar og Teits Þor-
leifssonar, sem þá bjó á Vesturlandi og sat í skjóli Ög-
mundar biskups.2) Ari Jónsson sagði af sér lögmennsku
fyrir þing 15413) og þá var Þorleifur Pálsson kjörinn á
Alþingi á 'þvi ári og fékk skipunarbréf útgefið af konungi
1542.■*)
Þorleifur Pálsson slcrifar Alþingi bréf, dags. 11. júní
1547, sem gefur glögga lýsingu á því hvert viðhorf hans og
væntanlega annarra þeirra tíðar manna var til lögmanns-
kosningar og lögmannsskipunar. Bréfið hljóðar svo:
„Ég, Þorleifur Pálsson, lögmann norðan og vestan á
Islandi, gjöri góðum mönnum kunnugt með þessu mínu
opnu bréfi. Sakir þess at ég þykjumst, fornema og á mér
finna að ég er ekki mann til fram að fylgja þeirri stétt og
lögmannsdæmi sem ég að mér tók eftir lögréttumanna-
dómi og bón og beiðslu Kristoforus Hvítfelds, er þá var
hirðstjóri yfir allt Island og míns herra, herra Gizurar
Einarssonar, og almúgans samþykkt, sem þá var á Alþingi,
!) D. I. XI, bls. 118.
2) D. I. X, bls. 362—363.
3) D. I. X, bls. 626—627.
•!) D. I. X, bls. 708—709.
Tímarit lögfræðinga
23