Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Side 27
hafi staðfest það kjör, væntanlega af því, að Daði hafi ekki
viljað taka við embættinu. Það virðist svo sem Daði hafi
þá getað afsakað sig svo, að Þorleifur liafi verið kjörinn
í hans stað, en nú vill Þorleifur endilega fá hann í lög-
mannsembættið með tilvísun til fyrra kjörs og alþingis-
dómsins. Ástæðan er eflaust meðfram sú, að hann veit, að
Ormur Sturluson, sem Daði segir í fyrrgreindu bréfi sínu
til Mule, að hafi rægt sig og Þorleif, hefur þegar fengið
konungsbréf fyrir embættinu. Nú vill Þorleifur láta reyna
á hvor sterkari er, konungur eða Alþingi. Menn vita ekki
hver sat á Alþingi 1547 í lögmannssæti að norðan og vest-
an, en væntanlega hefur Alþingi ekki treyst sér til að
ganga í berhögg við konung og virða lögmannsbréf Orms
að vettugi. Daði afsakar sig því enn frá lögmennsku og
Ormur er tekinn við lögmannsstörfum í september 1547.* 2 3 4)
Bogi á Staðarfelli Benediktsson segir í Sýslumannaævum,
að Þorleifur hafi tekið við lögmannsembætti 1541 með því
skilyrði, að Daði í Snóksdal yrði settur sér til styrktar í
lögmannsembættinu og hverju öðru, sem hann þyrfti, og
allur þingheimur hafi áljdctað svo og hirðstjóri staðfest og
boðið, að svo skyldi vera.-) Bogi hefur annaðhvort haft
fyrir sér dóm þann, sem að framan er nefndur, eða ágrip
af efni hans, og má vel vera, að það sé rétt rakið hjá hon-
um, að samkvæmt dómnum hafi Daði haft löglegt um-
boð til að taka við lögmannsstörfunum hvenær sem Þor-
leifur gat ekki sinnt þeim.
Páll Hvitfeld höfuðsmaður vék Ormi frá embætti 1553,
auðvitað í umboði konungs,3) og Oddur Gottskálksson kom
í lians stað,4) væntanlega kjörinn af Alþingi með sam-
þykki höfuðsmanns, eða beint skipaður af höfuðsmanni
og samþykktur af Alþingi, um það vita menn nú ekki.
1) D. I. XI, bls. 569—570.
2) Sýslum. ævir II, bls. 632.
3) D. I. XII, bls. 625.
4) D. I. XII, bls. 600.
Tímarit lögfræðinga
25