Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Síða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Síða 27
hafi staðfest það kjör, væntanlega af því, að Daði hafi ekki viljað taka við embættinu. Það virðist svo sem Daði hafi þá getað afsakað sig svo, að Þorleifur liafi verið kjörinn í hans stað, en nú vill Þorleifur endilega fá hann í lög- mannsembættið með tilvísun til fyrra kjörs og alþingis- dómsins. Ástæðan er eflaust meðfram sú, að hann veit, að Ormur Sturluson, sem Daði segir í fyrrgreindu bréfi sínu til Mule, að hafi rægt sig og Þorleif, hefur þegar fengið konungsbréf fyrir embættinu. Nú vill Þorleifur láta reyna á hvor sterkari er, konungur eða Alþingi. Menn vita ekki hver sat á Alþingi 1547 í lögmannssæti að norðan og vest- an, en væntanlega hefur Alþingi ekki treyst sér til að ganga í berhögg við konung og virða lögmannsbréf Orms að vettugi. Daði afsakar sig því enn frá lögmennsku og Ormur er tekinn við lögmannsstörfum í september 1547.* 2 3 4) Bogi á Staðarfelli Benediktsson segir í Sýslumannaævum, að Þorleifur hafi tekið við lögmannsembætti 1541 með því skilyrði, að Daði í Snóksdal yrði settur sér til styrktar í lögmannsembættinu og hverju öðru, sem hann þyrfti, og allur þingheimur hafi áljdctað svo og hirðstjóri staðfest og boðið, að svo skyldi vera.-) Bogi hefur annaðhvort haft fyrir sér dóm þann, sem að framan er nefndur, eða ágrip af efni hans, og má vel vera, að það sé rétt rakið hjá hon- um, að samkvæmt dómnum hafi Daði haft löglegt um- boð til að taka við lögmannsstörfunum hvenær sem Þor- leifur gat ekki sinnt þeim. Páll Hvitfeld höfuðsmaður vék Ormi frá embætti 1553, auðvitað í umboði konungs,3) og Oddur Gottskálksson kom í lians stað,4) væntanlega kjörinn af Alþingi með sam- þykki höfuðsmanns, eða beint skipaður af höfuðsmanni og samþykktur af Alþingi, um það vita menn nú ekki. 1) D. I. XI, bls. 569—570. 2) Sýslum. ævir II, bls. 632. 3) D. I. XII, bls. 625. 4) D. I. XII, bls. 600. Tímarit lögfræðinga 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.