Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Side 29

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Side 29
ár af lagði lögmannsdæmi fyrir norðan og vestan á Islandi, svo og fyrir Ormi Sturlasyni, er þá hafði kóngsins bréf fengið upp á lögmannsdæmið fyrir norðan og vcstan á Islandi etc. . . .“.1 2) Hér eru menn tvistígandi. Annarhvor þeirra Eggerts og Orms var réttur lögmaður að n. og v. en ekki báðir í einu. Skipun Orms var svo tekin til greina. Þegar lögmannslaust varð að s. og a. við fráfall Páls Vigfússonar, fór fram lögmannskjör á Alþingi 1570. I kjöri voru Gisli sýslum. í Árnesþingi Sveinsson, Þórður sýslum. í Þverárþingi Guðmundsson og Þorlákur sýslum. á Núpi í Dýrafirði Einarsson. Hlutkesti var varpað um það hver skyldi hljóta kosningu, og lcorn upp hlutur Þórð- ar.-) Svona fóru þá kosningar fram til lögmannsembættis á Alþingi, og er eðlilegt að ætla, að með svipuðum hætti hafi kosning oft farið fram áður. Konungsstaðfestingu fyrir kjörinu er ekki kunnugt um, en líklegt er, að hana hafi Þórður á sínum tíma fengið. Síðan mun kosning lög- manna hafa farið fram á þenna hátt í rúma öld, 'þar til er konungur skipar Lauritz Gottrup lögmann að n. og v. 16. apríl 1695 án þess að spyrja Alþingi, en þeir, sem á eftir honum komu, voru allir skipaðir af konungi og ekkert var hirt um formlegt samþykki Alþingis. Jón Jónsson var kosinn lögmaður að norðan og vestan á Alþingi 15733) og konungur staðfestir kosninguna með hréfi 5. apríl 1574.3) Gísli sonur Þórðar lögmanns verður lögmaður eftir hann árið 1606, þá kjörinn af Alþingi, og segir, að Þórður hafi komið því til leiðar, en ekki er getið um neinn keppinaut hans. Á sama þingi var Jón Sigurðs- son kjörinn lögmaður n. og v.4) Konungsbréf þeim til handa fyrir embættunum voru útgefin 14. apríl 1607.r>) D D. I. XV, bls. 112. 2) Sýslum. ævir III, bls. 416. 3) Sjá t. d. Alþ.b. I, bls. 143, 148 og 154. 4) Ann. ísl. I, bls. 194—195. 5) Alþb. IV, bls. 35—36. Tímarit löqfræðinga 27

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.