Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Page 41

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Page 41
Ákvæði um öflun gagna erlendis eru ekki í settum lögum. Fyrirmvnd ákvæða um það efni í frv. 1955 er 296. gr. í Retsplejeloven dönsku. Hér á landi mun ekki fast form á slikri gagnaöflun. Til er samningur, sem mörg ríki standa að, um ýmis atriði varðandi réttarfar, m. a. um beiðnir erlendis frá um öflun gagna. Þessi samningur var gerður i Haag 1905, dags 17. júlí 1905, og skyldi gilda um 5 ára bil, en síðan framlengjast um 5 ár, ef honum var ekki sagt upp. Danir gerðust aðilar að samningi þess- um, sbr. augl. nr. 119, 19/5 1909, og mun hann enn í gildi þar. Hvort hann er gildur hér kann að vera álitamál. Samkv. orðalagi dansk-íslenzkra sambandslaga 30/11 1'918, er hann væntanlega ekki bindandi fyrir okkur, þvi að hann mun ekki hafa verið birtur hér. Þess ber þó að gæta, að samningurinn var á sínum tíma gerður af rétt- um aðilum utanríkismála danska konungsríkisins, þar með talið ísland. Ýmsir telja, að þótt ríki sé skipt, gildi lög- mætur samningur við önnur rílci, einnig um þá hluta ríkis, sem frá eru skildir eins og hina. Samkv. því væii 7. gr. Sambandslaganna einungis bindandi milli íslands og Danmerkur, sin á milli, en ekki fyrir önnur ríki. Er því líklegt, að við getum neytt réttar samkvæmt Haag- samningnum gagnvart aðildarríkjum hans, en að vísu þannig, að það ríki, sem réttinum væri beitt gegn, öðlaðist þá samsvarandi rétt hér. Hér hefur verið vikið ýtarlegar að þessum efnum heldur en 1. liður f 21. gr. hrl. gefur beint tilefni til. Ástæðan er sú, að ákvæðin í f-lið fela í sér ráðagerð um, að í gildi séu reglur um öflun gagna til tryggingar og öflun gagna erlendis, en slíkar reglur eru ekki í settum lögum, og efnið því eklci rætt annars staðar. Um nánari skýringar verður að vísa til Þjóðaréttar, sbr. og Einar Arnórsson. Þjóðréttarsamband tslands og Danmerkur, Rvík 1923, og Helgi P. Briem: Samningar tslands við erlend ríki, Rvík 1963 (sbr. bls. 9 í formála). Einungis synjun um öflun gagna, sem hér er fjallað um, Tímarit lögfræðinga 39

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.