Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Page 43

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Page 43
göngu fjallar 50. gr. eml. Það er ljóst af orðalagi þessa HSs, að ekki skiptir máli, hver ástæðan er til synjunar- innar, t. d. hvort tilefnið er mótmæli aðila eða dómari synjar að eigin frumkvæði. j. „Að frestur skuli veittur“. Það hefur lengi þótt við brenna, að þeir aðilar máls, er viljað hafa draga það á langinn, hafa óskað frests á frest ofan og til þess notað hvers konar röksemdir oft einskis nýtar. Er synjað hefur verið um frest, hefur synjunar úrskurðinum verið skotið til Hæstaréttar og málið siðan dregið eftir getu. Háttalag sem þetta hefur lengi loðað við málarekstur, sbr. m. a. það, sem áður segir um tilefni tilsk. 1690. Þess var og áður getið, að með eml. var tilætlunin að skapa fljótfarna og einfalda leið til þess að fá úrskurð Hæstaréttar um ýmis formsatriði máls, jafnframt því, sem heimildir í því efni voru rýmkaðar. Hér fór þó enn sem fyrr, að kæruleiðin þótti misnotuð og þá ekki sizt heimildin til þess að kæra úrskurð, þar sem synjað var um frest, en slíkan úrskurð mátti kæra samkv. 105. gr. eml. i.f. Því er það, að i j-lið, 21. gr. hrl., er einungis veitt heim- ild til þess að kæra úrskurð, er frestur var veittur, en ekki úrskurð ,er synjar beiðni um frest. Víða í eml. er svo til orða tekið, að úrskurði verði aðeins haggað með kæru og svo er m. a. í 105. gr. Nú eru nær öll ákvæði eml. um kæru felld úr gildi með 61. gr. hrl. og þá einnig greint ákvæði. En þá vaknar sú spurning, hvort slíkum úrskurð- um verði nú áfrýjað ásamt aðalmálinu. 17. gr. hrl. bendir til þess. Hins vegar má flytja fram gild rök gegn þeirri skoðun. Fyrst er, að megintilgangur hrl. var að þrengja heimildir til þess að skjóta einstökum þáttum máls til Hæstaréttar. Að vísu beindist lagfæring í þessum efnum að kæru og sjálfstæðri áfrýjun, en ekki að áfrýjun i sam- bandi við aðalmál, sbr. 17. gr. En þá er athugandi, að í aths. við fyrirmynd 21. gr. hrl., þ. e. 287. gr. fv. laga um meðferð einkamála, er þess getið, að sjónarmið ts. 1690 séu að nokkru tekin upp að nýju, þótt það sé eigi gert Tímarit lögfræðinga 41

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.