Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Page 46
að þœr lúta einkum að ákvörðunum, sem fela í sér efnis-
leg úrslit um það, sem afstaða er tekin til og svara þvi
nánast til dóms í venjulegu einkamáli. Þess ber og að gæta,
að hérgreindum dómsathöfnum má, samkv. 17. gr„ áfrýja
ásamt aðalmáli og þá jafnframt úrskurðum, sem kæran-
legir eru, enda hafi þeir ekki áður verið kærðir til Hæsta-
réttar og fengið þar efnisúrslit.
Um einstaka liði skal tekið fram, að kæru til Hæsta-
réttar sæta:
2. Úrskurðir skiptaréttar, þar á meðal úrskurðir í sam-
bandi við nauðsamninga, nema úrskurðir um:
a) Töku bús til gjaldþrotaskipta meðan skuldunautur
lifir. Hér er átt við úrskurði samkv. 3. gr. gjþskl. nr. 25/
1929. Samkvæmt orðanna hljóðan á ákvæðið aðeins við,
ef „skuldunautur lifir“. Það á því ekki við um skulda-
frágöngubúog ekki heldur um bú látins aðila, sem tekið
er til gjaldþrotaskipta samkv. 31. gr. gjþskl. Þessi mis-
munur á skuldafrágöngubúum og gjaldþrotabúum er ekki
óeðlilegur, m. a. af því, að oft er það svo, að skuidafrá-
göngubú reynist greiðslufært að fullu, enda mtðferð
þeirra að öðrum þræði miðuð við að svo sé. Erfiðara er
að finna rök fyrir því, að mismunandi reglur gildi um
málskot á gjaldþrotaúrskurðum, eftir því, hvort gjald-
þroti er lífs eða liðinn. Orðalagið er hins vegar svo ótvi-
rætt, að það verður víst ekki sk}'rt nema á einn veg.
Orðin „Töku bús o. s. frv.“ má skilja á tvo vegu, sbr.
það, sem sagt var hér á undan um a- og b-lið I í 21. gr.
Hér virðist hins vegar bera að skilja orðin svo, að ákvæðið
eigi við úrskurð um beiðni um gjaldþrotaskipti, hvort
heldur á hana er fallizt eða henni er synjað. Sá skilningur
á stoð í 3. gr. gjþskl. svo og ákvæðum í a-liðum 3. og 4.
í 21. gr.
Að því er nauðasamninga snertir, þarf að athuga IV.
kafla laga nr. 19/1924. Þar er, eins og fyrr er getið, kæra
ekki nefnd. Hins vegar segir í 51. gr„ að áfrýja megi
44
Tímarit lögfræðinga