Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Síða 47
þegar „ákvörðunum skiptaréttar“. Hér er engin undan-
tekning gerð og mátti þá áfrýja sjálfstætt öllum ákvörð-
unum skiptaréttar. En aðferðin var önnur en þá tíðkaðist
um áfrýjun, sbr. 50. og 52. gr. laga nr. 19/1924. Þótt þessar
reglur séu ekki beint felldar úr gildi, er þó ljóst af 21. gr.
hrl., að 2. tl. hennar kemur í stað greindra ákvæða laga nr.
19/1924 og fellur þá undir a-liðinn álcvörðun skiptaréttar
um það, hvort beiðni um nauðasamninga skuli synjað eða á
hana fallizt. Þess ber þó að gæta, að aðili að beiðni um
nauðasamninga getur skuldunautur einn verið, en eklci
skuldheimtumenn, sbr. 3. og 31. gr. laga nr. 19/1954. I 50.
gr. 1. nr. 19/1924 er ákvæði þess efnis, að úrskurði, þar sem
fallizt er á beiðni um nauðasamninga, verði ekki áfrýjað.
Þá segir og i sömu grein, að úrskurði, þar sem synjað er
beiðni, ákveðið að samningatilraun skuli falla niður eða
samningi synjað staðfestingar, geti einungis skuldunautur
áfrýjað en ekki aðrir. Þessar sérreglur miðast við það
sjónarmið, að nauðasamningaleiðin er heimiluð skuldu-
naut til hags, enda skuldheimtumanninum opin leið til
þess að koma fram gjaldþroti, ef samningar takast ekki.
Þvi má ætla, að þessi ákvæði séu enn í gildi og svo að
sjálfsögðu að málskot er hverjum heimilt, sem hagsmuna
hefur að gæta, með greindum takmörkunum. Ákvæði 51.
gr. um þýðingu áfrýjunar halda og auðvitað gildi.
b) „Réttmæti kröfu til greiðslu eða eigna i búi og sæti
í kröfuflokki“. Þeir úrskurðir, sem hér falla undir, eru
úrskurðir samkv. 35. sbr. 38., 40. og 49. gr. skiptalag-
anna, sbr. og 35. gr. gjþskl.
c) „Hvaða eignir draga skuli undir búið“. Hér mundi
oftast vera um að ræða ágreining við þriðja mann, er
teldi rétt sinn þvi til fyrirstöðu, að tiltekin eign gengi til
búsins. Um skyldu hans til þess að afhenda hlutinn úr-
skurðar skiptaréttur ekki, sbr. 35. gr. skl. Um slíkan
ágreining fjalla aðrir dómstólar og c-liður á þar þvi ekki
við. Hann á ekki heldur við, ef þriðji maður telur sig
eiga rétt til eignar úr búinu. Að visu úrskurða skiptaráð-
Tímarit lögfræðinga
45