Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Page 56

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Page 56
Þegar kæra berst dómara, krefur hann kærða um grein- argerð. Um þá greinargerð og það, sem henni á að fylgja, má að mestu vísa til þess, sem sagt var hér að framan, svo og þess, sem segir i 28. gr. hrl. b) Að þessum undirbúningi loknum gefur dómari út, eins fljótt og kostur er, endurrit í þrennu lagi af öllu því, sem skjöl málsins og þingbækur greina um kæruefnið. Hann tilkynnir síðan aðilum að eintök þeirra séu tilbúin, en eitt eintak sendir hann Hæstarétti af sjálfsdáðum. Hverju eintaki getur hann látið fylgja þær athugasemdir af sinni hálfu, er honum þykja efni standa til. 4. Meðferð kærumáls i Hæstarétti. Ef kæra fullnægir ekki ákvæðum 23. gr. hrl. eða er gölluð að öðru leyti, veitir Hæstiréttur kæranda tiltekinn frest til þess að bæta úr því, sem ábótavant er. Aðilar geta og af sjálfsdáðum sent Hæstarétti athugasemdir sínar. Það skal gert innan viku frá því að kæra harst Hæistarétti. Hæstarétti ber þó að athuga skýringar og gögn, er síðar koma fram, enda sé máli þá ekki þegar lokið. I þessu felst sú áhætta fyrir aðila, að engin trygging er fyrir því að það, sem of seint kemur fram, verði tekið til athugunar, þvi málinu kann þá þegar að vera lokið. Hæstiréttur getur af sjálfsdáðum lagt fyrir héraðsdóm- ara að afla frekari skýrslna, sbr. 1. 1. 31. gr. hrl. Hér er um sérstæða reglu að ræða að því er einkamál snertir, þvi að almenna reglan er sú, að aðilar afli gagna sjálfir — eftir atvikum samkv. ábendingu dómara. Þegar um venjulega áfrýjun er að ræða, gildir þessi regla ekki og vafasamt er, hvort rök eru þá til hennar í kærumáli. Ef Hæstiréttur notar ekki greinda heimild, eða kærandi sinnir ekki leiðbeiningum, getur Hæstiréttur vísað kæru- máli frá. Veita má aðilum kost á því með hæfilegum fyrirvara, að flytja mál munnlega, sbr. 2. 1. 31. gr. hrl. Efni eru til þess að vekja sérstaka athygli á því, að 54 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.