Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Side 61

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Side 61
Fjölgun annarra kennara en prófessora. Háskólaráð samþykkti nú í janúar tillögur um stofnun nokkurra nýrra starfa eða breytingu á fyrri störfum. Jafn- framt er unnið að heildaráætlunargerð um fjölgun kenn- ara annarra en prófessora næsta áratuginn. Frá Bandalagi Máskólamanna. Á meðfylgjandi töflu er yfirlit yfir fjölda félagsmanna í BHM, skipt eftir aðildarfélögum og eftir því, hvort félags- menn starfa hjá opinberum aðilum eða einkaaðilum eða eru við sjálfstæð störf. Mun þetta vera í fyrsta skipti, sem tekið er saman sæmilega nákvæmt yfirlit yfir sliiptingu háskólamanna á þessum grundvelli. Innan vébanda BHM eru nú allflestir háskólamenntaðir menn á íslandi. Elin stétt, tannlæknar, stendur þó utan Bandalagsins, en auk þess er eitthvað af háskólamönnum, sem ekki eru félagar i viðkomandi aðildarfélagi BHM og eru þar með utan Bandalagsins. Hefur hér aðallega verið um að ræða háskólamenntaða kennara, þá, sem ekki hafa átt aðgang að Félagi B.A.-prófs manna eða Félagi ísl. fræða. Félag háskólamenntaðra kennara hefur hins vegar, síðan það var stofnað árið 1964, unnið ötullega að því að ná til þessara manna og orðið mjög vel ágengt í því efni. Þar sem félaginu er ætlað að ná til allra kennara með háskólamenntun, eru hins vegar allmargir félags- menn þess einnig félagar í sinum sérgreinarfélögum, aðal- lega Félagi ísl. fræða og Félagi B.A.-prófs manna. Háskóla- menn, sem þannig eru með tvöfalda aðild að Bandalaginu, eru nú alls um 40, eins og fram kemur i yfirlitinu. I nokkrum tilvikum er sami aðili bæði launþegi og stundar sjálfstæð störf. Svo er t. d. um suma lækna. Þegar um slíkt er að ræða, liefur verið reynt að meta, hvort starfið er aðalstarf og flokkunin gerð samkvæmt þvi. Heildarniðurstaða skiptingar háskólamanna í launþega og þá, sem stunda sjálfstæð störf, er mjög athyglisverð, Tímarit lögfræðinga 59

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.