Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Blaðsíða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Blaðsíða 5
gjafa tekizt miður vel. Er þá úrlausnarefni, hvernig með skuli fara. Ef dómendur telja lög eigi í samræmi við stjórn- arskrá, þá taka dómendur stjórnarskrána fram vfir lögin. En nú er eigi víst, að stjórnarskráin standi slíkum lögum i vegi, og þá vandast málið. Er þá eigi önnur leið fyrir hendi, en að leitast við að skýra lögin þannig, eftir því sem kostur er, að þau verði nothæfur hlekkur í góðri lýðræðislegri þjóðmenningu, án þess þó sé gengið of nærri rétti löggjafans til lagasetningar. Lífið er óþrjótandi að tilvikum, og dómsmálin eru góð- ur spegill þjóðlifsins. Athafnasamt þjóðlíf hefur i för með sér fjölskrúðugt réttarfar. Þá er íslendingar fá að njóta sín, kemur fram í þeim áræði forfeðra þeirra, víkinganna. Leiðir af þessu, að þeim er sérstaldega-lagið að sjá dóm- stólum fyrir verkefnum. Mörgum íslendingi hættir til að beita þeim rétti, sem hann telur sig eiga, út í yztu æsar. Er framkoma margra Islendinga í umferðinni gott dæmi um þetta. En hér á við hin gamla regla Rómverja: Sum- mum jus summa injuria. Réttur, sem beitt er, án virð- ingar fyrir rétti náungans, verður að órétti. Nútíma lög- fræði telur, að öllum rétti verði að beita með fyllsta til- liti til annarra manna. Þetta er eigi einungis siðferðis- regla, heldur einnig iagaregla. Hið íslenzka lýðveldi er enn ungt að árum. Vér, sem hér erum saman komnir, höfum það verkefni með hönd- um að skapa dómvenjur í hinu unga lýðveldi. Það verður hlutverk eftirkomenda okkar að leggja dóm á það, hvernig okkur hefur tekizt lagaframkvæmdin. En allir viljum vér stuðla að eflingu föðurlandsins með verkum olckar. Að lokum vil ég segja þetta. Nú stendur til að greina sundur dómstörf og framkvæmdarstörf í landinu. Margir menn erlendir hafa undrazt það, hvernig sami maður geti verið lögreglustjóri, ákærandi, rannsóknardómari og siðan sakadómari. Telja þessir erlendu menn, að réttaröryggi stafi hætta af þessu. Ég hef alla mína starfsævi haft náin kynni af meðferð héraðsdómara af einkamálum og opin- Tímarit lögfrœðinga 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.