Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Blaðsíða 40
reglur, sem lýst er hér á eftir, vcita honum talsvert svig- rúm. En kenningunni um bindandi fordæmi hefur einnig verið beitt við lögskýringu, þannig að hafi löggjöf einu sinni verið skýrð á tiltekinn hátt, þá beri dómstólum, er síðar fjalla um sams konar mál, að beita sömu skýringu, nema þeim sé þannig skipað í dómstólakerfið, að þeir geti þokað fordæminu til hliðar. Þrjár eru aðalreglur um skýringu laga, sem sé: 1. Bókstafsreglan. (The Litteral Rule). 1 henni felst, að skýrt og vafalaust orðalag beri að skýra samkvæmt venjulegri og bókstaflegri merkingu án tillits til afleið- inganna, sem af kunna að hljótast. Með þessu móti einu sé unnt að öðlast fulla vissu, i stað þess að leggja illa skilgreint vald í hendur dómaranna, er þá geti seilzt vítt til fanga í leit að ætluðum tilgangi laganna. Enginn vafi er á því, að þessi regla muni oft leysa vandamál, sem dóm- stóll á við að etja. Ýmis álcvæði laga geta hins vegar verið fleiri en einnar merkingar, og verður þá að beita annarri reglu. Örðugleikarnir felast í því, að dómarar eru stund- um ekki á eitt sáttir um það, hvort um tvíræða merkingu er að ræða eða ekki, þannig að í áfrýjunardómstóli getur það borið við, að dómarar beiti ólíkum skýringarreglum. Dæmi um þetta er í máli Liversidge gegn Andersi>n (1942) A. C. (Appeal Cases) 206. Meðan stóð á styrjöld- inni 1939—1945 veittu lög innanríkisráðherranum vald til að hefta för sérhvers manns án dómsrannsóknar, sem hann hefði „réttmæta ástæðu til að ætla“, að væri af fjand- samlegu þjóðerni eða í tengslum við fjandsamleg samtök. Sir John Anderson, sem þá var innanríkisráðherra, hefti för Liversidge og taldi hann hafa sambönd við fjandmenn- ina. Liversidge krafðist viðurkenningar á því, að höft á ferðafrelsi sínu væru ólögleg, svo og skaðabóta fyrir fangelsun að ósekju. Anderson neitaði að veita upplýs- ingar um ástæður sínar fyrir að hefta för Liversidge og lagði einungis fram fyrirskipunina um gæzluna á honum. 102 Tímarit lögfræðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.