Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Page 40

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1966, Page 40
reglur, sem lýst er hér á eftir, vcita honum talsvert svig- rúm. En kenningunni um bindandi fordæmi hefur einnig verið beitt við lögskýringu, þannig að hafi löggjöf einu sinni verið skýrð á tiltekinn hátt, þá beri dómstólum, er síðar fjalla um sams konar mál, að beita sömu skýringu, nema þeim sé þannig skipað í dómstólakerfið, að þeir geti þokað fordæminu til hliðar. Þrjár eru aðalreglur um skýringu laga, sem sé: 1. Bókstafsreglan. (The Litteral Rule). 1 henni felst, að skýrt og vafalaust orðalag beri að skýra samkvæmt venjulegri og bókstaflegri merkingu án tillits til afleið- inganna, sem af kunna að hljótast. Með þessu móti einu sé unnt að öðlast fulla vissu, i stað þess að leggja illa skilgreint vald í hendur dómaranna, er þá geti seilzt vítt til fanga í leit að ætluðum tilgangi laganna. Enginn vafi er á því, að þessi regla muni oft leysa vandamál, sem dóm- stóll á við að etja. Ýmis álcvæði laga geta hins vegar verið fleiri en einnar merkingar, og verður þá að beita annarri reglu. Örðugleikarnir felast í því, að dómarar eru stund- um ekki á eitt sáttir um það, hvort um tvíræða merkingu er að ræða eða ekki, þannig að í áfrýjunardómstóli getur það borið við, að dómarar beiti ólíkum skýringarreglum. Dæmi um þetta er í máli Liversidge gegn Andersi>n (1942) A. C. (Appeal Cases) 206. Meðan stóð á styrjöld- inni 1939—1945 veittu lög innanríkisráðherranum vald til að hefta för sérhvers manns án dómsrannsóknar, sem hann hefði „réttmæta ástæðu til að ætla“, að væri af fjand- samlegu þjóðerni eða í tengslum við fjandsamleg samtök. Sir John Anderson, sem þá var innanríkisráðherra, hefti för Liversidge og taldi hann hafa sambönd við fjandmenn- ina. Liversidge krafðist viðurkenningar á því, að höft á ferðafrelsi sínu væru ólögleg, svo og skaðabóta fyrir fangelsun að ósekju. Anderson neitaði að veita upplýs- ingar um ástæður sínar fyrir að hefta för Liversidge og lagði einungis fram fyrirskipunina um gæzluna á honum. 102 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.