Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Blaðsíða 34
að í viðræðum milli fyrirsvarsmanna aðila hafi verið glögglega tekið fram af hálfu stefnda, af gefnu tilefni, að eigi væri unnt að framlengja leigusamninginn. Hafi því eigendum stefnanda verið fullljóst, að til þess gat komið, að hann yrði að flytja eigur sínar úr húseign stefnda um sumarið 1962. Til vara mótmælti stefndi öllum kröfuliðum stefnanda, öðrum en lið nr. 1. Liðum nr. 3 og nr. 6 var jafnframt mótmælt sem of háum og ósönnuðum. Sannanir skorti um það, hvort leigusamningurinn hefði verið gerður til tiltekins tíma eða ekki. Talið var, að stefndi yrði að bera hallann af þeim sönnunarskorti. Var því i dóminum á því byggt, að leigusamningi aðila hefði verið sagt upp 31. júlí 1962 og þá án fyrirvara. Var sérstaklega tekið fram, að stefndi hefði eigi sýnt fram á, að leigusanmingnum hefði verið sagt upp fyrr. Dómarinn féllst á það með stefnanda, að stefnda hefði borið að segja samningnum upp með þriggja mánaða fyrirvara, miðað við 1. október eða 14. maí, og byggðist sú regla á venju og fordæmi. Uppsögnin hefði því verið ólögmæt og ætti stefnandi bótarétt. 1. liður í kröfugerð stefnanda var óumdeildur, eins og áður greinir. Um lið nr. 2 segir svo i forsendum dómsins, að kostnað- ur sá, sem balletskólinn hafði orðið að greiða vegna breyt- inga á nýju húsnæði, væri ekki sennileg afleiðing uppsagn- arinnar 31. júlí 1962. öðru máli gegndi um flutningskostn- að þann (kr. 450,00), sem krafið hafði verið um og var því kröfuliðurinn tekinn til greina aðeins að því leyli. Af hálfu stefnanda var, í tilefni af mótmælum við lið nr. 3, lögð fram skrá um þá nemendur, sem sagðir voru hafa verið innritaðir til listanáms í halletskólanum frá 1. september 1962. Þótti liður þessi nægilega rökstuddur og var því tekinn til greina að fullu. Liður nr. 4 var tekinn til greina, enda studdist sá liður við framlagða reikninga. 118 Tímarit lögfræðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.