Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Blaðsíða 54
orð greinargerðar þeirrar, er fylgdi frumvarpi að fyrn-
ingarlögum þeim, sem Alþingi samþykkti árið 1955. Með
tilliti til þessa og hins nána skyldleika atvika máls þessa
og þeirra tilvika, sem talin eru i 5. tl. 3. gr. laga nr. 14/
1905, verður að telja, að þetta lagaákvæði gildi um atvik
máls þessa á grundvelli rýmkandi lögskýringar11.
Samkvæmt þessu var krafa stefnanda af dóminum tal-
in fyrnd og stefndi R. h.f. sýknaður. Rétt þótti, að máls-
kostnaður félli niður sbr. 178. gr. laga nr. 85/1936.
(Dónmr bæjarþings Reykjavíkur frá 20.
júní 1966).
Um notkun íbúðarhúsnæðis o. fl.
Mál það, sem hér verður reifað, var höfðað með sáttar-
kæru birtri 22. febrúar 1964 og þingfest á bæjarþingi
Reykjavíkur hinn 5. marz s. á. Stefnandi, ö., krafði
stefndu, K. og B., um greiðslu á kr. 2,181,23 með 8% árs-
vöxtum frá 22. febrúar 1964 til greiðsludags og að stefndu
bæði yrðu dæmd til að hætta tafarlaust gæzlu og kennslu
óviðkomandi barna í og á eigninni nr. 13 við L-götu. Þá
krafðizt stefnandi og málskostnaðar.
Stefndu kröfðust sýknu og málskostnaðar.
Málavextir voru þeir, að stefndi K. keypti íbúð í risi L-
götu 13 með kaupsamningi sem dags. var 15. desember
1962. Hann fékk afnot af hluta af íbúðinni í janúar 1963,
fyrst afnot eins herbergis, en síðan tveggja. Alla íbúðina
fékk hann afbenta 1. maí 1963. Hinn 26. janúar 1963 var
gefið út afsal til stefnda K.
Stefnandi máls þessa var eigandi íbúðar á II. hæð L.-
götu 13, ]). e. næstu hæð fyrir neðan umrætt ris. Sameigin-
legur stigagangur var að íbúðunum og sameiginlegt hita-
kerfi var fyrir þær báðar, er stefndi K keypti rishæðina.
Stefnandi Iiafði greitt hitareikninga fyrir sína íbúð og
íbúðina á rishæð frá 4. september 1962 til 4. september
1963, samtals kr. 8,388,81.
Agreiningslaust var með aðilum, að eigandi rishæðar
138 Tímarit lögfræðinga