Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Blaðsíða 44
Umboð. 1 máli þessu krafði hlutafélagið A. einstaklinginn B. um greiðslu út af kaupum á veiðarfærum. 'Stcfndi, sem var hluthafi og stjórnarformaður í fyrirtækinu C. h.f. allt frá stofnun þess á árinu 1957 og þar til það varð gjaldþrota í septembermánuði 1960, kvaðst hafa tekið við vörum þeim, sem hann var krafinn um greiðslu fyrir, og kvittað fyrir móttöku þeirra á reikning. Framkvæmdastjóra stefnanda hafi veríð ljóst, að vöruúttektin hafi farið fram á vegum fyrirtækisins C. h.f., enda kvað hann það aldrei hafa komið til mála, að hann tæki sjálfur á sig sjálfskuld- arábyrgð á greiðslu varanna. Varnir stefnda voru þvi byggðar á aðildarskorti. Stefnandi mótmælti því hins vegar, að sér hefði verið kunnugt um, að kaupandinn hefði átt að vera fyrirtækið C. h.f. og benti á, að stefndi hefði átt einhver minniháttar viðskipti gegn staðgreiðslu við stefnanda, en kvað hann fyrst hafa komizt í bækur fyrírtækis stefnanda, þegar hann hafði stofnað til skuldar þeii*rar, sem nú væri krafið um. Kvað hann innheimtu skuldarinnar aldrei hafa verið reynda hjá öðrum en stefnda. Þá skýrði stefnandi svo frá, að það hefði fyrst verið rúmu ári síðar, sem stefndi hafi tilkynnt, að innheimta ætti skuldina lijá fyrirtækinu C. h.f., en þá hefði verið búið að taka það félag til gjaldþrota- skipta og innköllunarfrestur liðinn. 1 dómsforsendunum sagði, að stefndi hefði viðurkennt að hafa tekið við umræddum vörum. Reikningur sá, sem stefndi hafi undirritað um móttöku varanna, væri ritaður af stefnda. Stefndi hafi ekki sannað, að hann hafi gert fyrirsvarsmanni stefnanda ljóst, eða að fyrirsvarsmanni stefnanda hafi mátt vera ljóst, að þrátt fyrir þetta kæmi stefndi fram i viðskiptum sínum fyrir hönd fyrirtækisins C. h.f. Ekki hafi stefndi heldur sannað, að síðar hefði komið fram viðurkenning af hálfu stefnanda á því, að úttekt þessi hefði verið gerð í nafni fyrirtækisins C. h.f. 128 Tímarit lögfræðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.