Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Blaðsíða 41
sýknaður af skaðabótakröfu verkfræðingsins, sem taldí
sig hafa fengið of lágt kaup hjá Metcalf - Hamilton, vegna
hótaskylds athafnarleysis varnarmálanefndar. Taldi dóm-
urinn, að sannreyna yrði fyrst, hvort greiðsla fengist á
kaupmismuninum með málssókn á hendur félögunum
sjálfum og sýknaði því að svo stöddu.
Eftir að þessi niðurstaða var kunn í bæjarþingsmálinu
komu þeir stefndu B. og C. á skrifstofu stefnanda til frek-
ari ráðagerða. Stefnandi höfðaði síðan mál á aukadóm-
þingi Keflavíkurflugvallar fyrir alla stefndu og einnig
verkfræðinginn Y., en þeim málum lauk með sýknu. Jafn-
framt var máli verkfræðingsins X. áfrýjað til Hæstaréttar
og lauk þeim dómi einnig með sýknu.
Stefndi, C., skýrði svo frá fyrir dómi, að hann myndi
eftir því, að í einu viðtali við stefnanda, hafi verið um
það rætt að flytja öll málin til Keflavíkur. 1 sama réttar-
haldi skýrði stefndi B. svo frá, að hann myndi eftir því,
að hafa talað við stefnanda eftir að niðurstaðan var kunn
í bæjarþingsmálinu. Skildist honum að stefnandi taldi
heppilegt að höfða mál á ný á Keflavíkurflugvelli, en það
mál myndi hins vegar sennilega tapast. Einnig kvað
stefndi B. það hafa borið á góma að áfrýja bæjarþings-
dóminum til Hæstaréttar og kveður stefndi B. sig hafa
lagt það á vald stefnanda, fyrir sitt leyti, en kvaðst þó
ekki hafa haft um þetta úrslitavald.
Stefnandi kveðst hafa sent stefndu kröfubréf dags. 10.
janúar 1958, þar sem krafizt var málflutningsþóknunar,
en bréf þessi kváðu stefndu sig eigi hafa móttekið. Hins
vegar kváðust stefndu sig hafa fengið kröfubréf dags. 11.
janúar 1959, en það hafi þó eigi stafað frá stefnanda sjálf-
um, heldur frá lögfræðingnum Z.
Sjálfur hefur stefnandi skýrt svo frá hér fyrir dómi, að
eftir að hann liafi sent án árangurs kröfubréfið dags. 10.
janúar 1958 hafi lögfræðingurinn Z. boðizt til að sjá um,
að stefndu greiddu skuldina. Hins vegar var viðurkennt
í málinu, að stefndu hefðu fengið kröfubréf frá stefnanda
Tímarit lögfræðinga
125