Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Blaðsíða 57
— hlutur stefnanda kr. 4,194,41 — hlutur stefnda K. kr.
4,194,40 — greiðslur vegna lokunar kr. 100,00, greitt af
stefnda K. kr. 2,112,87, dómkrafan kr. 2,181,53. Því var
haldið fram í málinu, að stefnandi hafi ekki fengið neina
greiðslu upp i áðurgreinda hitareikninga frá fyrri eiganda
og beri stefnda K. að standa sér skil á allri fjárhæðinni.
Kröfur stefnanda vegna barnagæzlunnar voru rökstudd-
ar með því, að um væri að ræða ólögmæt afnot íbúðarhús-
næðis. Var um það vitnað til laga nr. 19/1959 og sérstak-
lega bent á 18. og 19. gr. þeirra. Með tilvisun til framburð-
ar stefnanda fyrir dómi var þvi haldið fram, að óþrifnað-
ur væri vegna barnagæzlunnar, svo og margs konar ónæði
og óþægindi.
Sýknukarfa stefnda, K., var að því er varðar kröfugerð
um hitakostnað rökstudd með því, að honum bæri einung-
is að greiða 1/6 hluta hitareiknings fyrir tímann frá 4.
desember 1962 til 4. marz 1963 og helming hinna um-
deildu síðari reikninga. Þetta hafi hann þegar gert.
Sýknukrafa stefndu vegna kröfu um barnagæzlu var
rökstudd með því, að hér væri einungis um að ræða venju-
lega notkun húsnæðis, sem enginn óþrifnaður væri af,
ónæði eða önnur óþægindi fyrir stefnanda. Sé barnagæzl-
an á engan hátt ólögmæt.
1 niðurstöðu dómsins sagði m. a. svo orðrétt:
„Ástæður þykja vera til að vikja að nokkrum atriðum,
er snerta formhlið máls þessa, þó að þeim hafi ekki verið
hreyft af hálfu aðila. Stefndu fengu sem fyrr segir leyfi til
skilnaðar að borði og sæng 13. september 1965 og hefur
skiptaréttur nú hjúskapareignir þeirra til skipta. Engu að
síður var heimilt að halda málinu áfram gegn stefndu án
tillits til skiptanna, sbr. 68. gr. laga nr. 3/1878 og 2. mgr.
47. gr. laga nr. 20/1923.
Telja verður, að rétt sé skv. 47. gr. laga nr. 85/1936 að
stefna báðum hinum stefndu í einu máli vegna kröfu
stefnanda um bann við barnagæzlu, þar sem stefndi K. er
skráður eigandi íbúðarinnar, sem starfsemin fer fram í og
Tímarit lögfræðinga
141