Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Blaðsíða 56
í gæzlu samtímis og sagðist telja, að þau hefðu verið 1—
6 ára gömul. Mótmælti hann því, að þrifnaði hefði verið
áfátt hjá íbúum í íbúð hans. K. sagði ennfremur, að eng-
inn hefði kvartað vegna barnagæzhmnar annar en stefn-
andi málsins. Yfirleitt var framburður stefnda K. sam-
hljóða framburði stefndu B.
Stefnandi sagði m. a. fyrir dómi, að stefnda B. hafi haft
á heimili sínu þrjú til átta börn samtímis á tímanum frá
kl. 8,00 til 17,00 á daginn. Hann tók fram, að umgengni
íbúanna i íbúð stefndu B. hefði verið mjög léleg. Gangar
hefðu ekki verið þrifnir af hálfn íbúa þeirrar íbúðar.
Stefnandi sagði fyrir réttinum, að hann vissi ekki örugg-
lega, hve mörg börn væru nú hjá stefndu B., en áliti, að
þau mundu vera um það bil fimm. Stefnandi kvaðst ekki
geta sagt með vissu um aldur harnanna, en þau væru allt
frá vöggubörnum upp í sex ára gömul. Stefnandi sagði og,
að óhagræði það, sem hann liefði orðið fyrir, væri fólgið
í hávaða og óþrifnaði á stigagangi. Sagði stefnandi, að
lóðin væri notuð sem leiksvæði barnanna, og ennfremur,
að barnavagnar hefðu verið settir inn á ganga hússins, en
hann hefði sett þá út fyrir aftur.
I málinu var lagt fram vottorð ritað í nafni barnavemd-
arnefndar Reykjavíkur vegna kæru um, að stefnda B.
ræki dagheimili fyrir börn á L.-götu 13. 1 vottorðinu sagði
m. a., að eigi yrði séð, að kærurnar væru á rökum reistar.
Þá var og lagt fram í málinu bréf frá borgarlækni til
stefndu B. vegna sams konar kvartana og getið var í
áðurnefndu vottorði og sagði í því bréfi, að kvartanir um
óþrifnað virtust alveg ástæðulausar.
1 dóminum segir, að dómarinn hafi farið í íbúð stefndu
B. þann 24. marz 1966 og þá hafi verið þar sjö börn. Eitt
þeirra hafi verið barn stefndu í málinu, en hin i gæzlu hjá
stefndu B. Ekki yrði séð, að ástæða væri til kvartana
vegna óþrifnaðar.
Kröfur stefnanda um hitakostnað voru fundnar út á
þennan hátt: Hitareikningar skv. framansögðu kr. 8,388,81
140
Tímarit lögfræð'.nya