Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Blaðsíða 13
um tjón af völdum manna, sem eru ekki staddir á skipi, en útgerðarmaður ber þó ábyrgð á. Samkvæmt 4. tölulið sætir takmarkaðri ábyrgð tjón, sern valdið er á hafnarmannvirkjum, skipakvíum eða siglingaleiðum. í flestum tilvikum mundi slikt tjón falla undir fyrirmæli 2. töluliðs. Ákvæðið er tekið sjálfstætt upp í siglingalögin til að fullnægja skilyrðum Brússel- samþykktarinnar. Loks er í 5. tölulið ákvæði um bótakröfur, sem rísa af skyldu til að fjarlægja skip eða muni i skipi, sem sokkið hefur, strandað eða verið yfirgefið. Hér er lítið eitt rýmkað ákvæði um sama efni, sem áður var í 5. tölulið 205. gr. siglingalaganna, eins og þau voru lög- tekin árið 1963. Hér bafa þá verið taldar upp hinar takmörkuðu kröfur eftir lögunum frá 1968, og er það sameiginlegl þeim öllum, að þær stofnast í sambandi við starfrækslu skips. Flestar þeirra fara eftir reglum um fébætur utan samninga, en einnig koma til greina bætur vegna van- efnda á samningum, og þá einkum farmsamningi. Samkvæmt lögunum eru bámarksfjárhæðir ábyrgðar tvenns konar. Eignatjón ábyrgist útgerðarmaður með 1000 gullfrönkum fyrir rúmlest. Þarf bann ekki meira fram að leggja, nema jafnframt komi fram bótakröfur vegna lífs- eða líkamstjóns. Ef svo er, skal hann bæta við 2100 gullfrönkum fyrir rúmlest. Af þessari viðbót skal eingöngu greiða kröfur vegna lífs- eða líkamstjóns, en nægi hún ekki til greiðslu þeirra, skal greiða eftir- stöðvarnar af áðurgreindri 1000 gullfranka ábyrgð að réttri tiltölu við eignatjónskröfurnar. Og þó að ekki sé um neinar eignatjónskröfur að ræða, ber útgerðarmað- ur ábyrgð á greiðslu lífs- og líkamstjónskrafnanna með 3100 gullfrönkum fyrir rúmlest. Hins vegar njóta eigna- tjónskröfuhafar aldrei góðs af umræddri aukningu ábyrgðarfjárins. Ábyrgð útgerðarmanns er ekki takmörkuð með þeim Tímarit lögfræðinga 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.