Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 44

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1969, Page 44
Umboð. 1 máli þessu krafði hlutafélagið A. einstaklinginn B. um greiðslu út af kaupum á veiðarfærum. 'Stcfndi, sem var hluthafi og stjórnarformaður í fyrirtækinu C. h.f. allt frá stofnun þess á árinu 1957 og þar til það varð gjaldþrota í septembermánuði 1960, kvaðst hafa tekið við vörum þeim, sem hann var krafinn um greiðslu fyrir, og kvittað fyrir móttöku þeirra á reikning. Framkvæmdastjóra stefnanda hafi veríð ljóst, að vöruúttektin hafi farið fram á vegum fyrirtækisins C. h.f., enda kvað hann það aldrei hafa komið til mála, að hann tæki sjálfur á sig sjálfskuld- arábyrgð á greiðslu varanna. Varnir stefnda voru þvi byggðar á aðildarskorti. Stefnandi mótmælti því hins vegar, að sér hefði verið kunnugt um, að kaupandinn hefði átt að vera fyrirtækið C. h.f. og benti á, að stefndi hefði átt einhver minniháttar viðskipti gegn staðgreiðslu við stefnanda, en kvað hann fyrst hafa komizt í bækur fyrírtækis stefnanda, þegar hann hafði stofnað til skuldar þeii*rar, sem nú væri krafið um. Kvað hann innheimtu skuldarinnar aldrei hafa verið reynda hjá öðrum en stefnda. Þá skýrði stefnandi svo frá, að það hefði fyrst verið rúmu ári síðar, sem stefndi hafi tilkynnt, að innheimta ætti skuldina lijá fyrirtækinu C. h.f., en þá hefði verið búið að taka það félag til gjaldþrota- skipta og innköllunarfrestur liðinn. 1 dómsforsendunum sagði, að stefndi hefði viðurkennt að hafa tekið við umræddum vörum. Reikningur sá, sem stefndi hafi undirritað um móttöku varanna, væri ritaður af stefnda. Stefndi hafi ekki sannað, að hann hafi gert fyrirsvarsmanni stefnanda ljóst, eða að fyrirsvarsmanni stefnanda hafi mátt vera ljóst, að þrátt fyrir þetta kæmi stefndi fram i viðskiptum sínum fyrir hönd fyrirtækisins C. h.f. Ekki hafi stefndi heldur sannað, að síðar hefði komið fram viðurkenning af hálfu stefnanda á því, að úttekt þessi hefði verið gerð í nafni fyrirtækisins C. h.f. 128 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.