Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 14
koma. Slík aðstoð er að sjálfsögðu oft undanfari málsóknar. 2. Aðstoð vegna málsóknar. Hér á eftir mun aðallega verða fjallað um fyrri liðinn, þ. e. upplýs- inga- og leiðbeiningaþjónustu lögfræðinga, enda verður að telja þörfina þar brýnni, þar sem lagaákvæði um gjafsókn veita hinum efnaminni vissa tryggingu, ef til málareksturs kemur, þótt þar sé að mínum dómi hvergi gengið nægilega langt. Þörf almennings fyrir þjónustu lögfræðinga hefur farið ört vaxandi á síðustu árum og áratugum. Islenskt þjóðfélag hefur verið í örum vexti, þjóðfélagshættir hafa tekið miklum stakkaskiptum, og fé það, sem almenningur hefur til ráðstöfunar umfram brýnustu lífsnauðsynj- ar, hefur aukist jafnt og þétt, en það hefur í för með sér, að þátttaka almennings í viðskiptum og þjóðlífinu almennt hefur vaxið að sama skapi. Almenn viðskipti manna í milli hafa því aukist stórlega, auk þess sem viðskiptalífið verður stöðugt flóknara og aukin kaupgeta al- mennings leiðir til aukinnar veltu í þjóðfélaginu. Allt leiðir þetta til þess, að hinum lögfræðilegu vandamálum fjölgar, sem einstaklingurinn stendur frammi fyrir. Einnig hefur verkaskipting í þjóðfélaginu aukist, og menn eru þann- ig hver öðrum háðari en áður var. Nefna má sem dæmi, að áður fyrr byggðu menn gjaman hús sín sjálfir, og aðkeypt vinna við slikar hús- byggingar var gjarnan í formi svokallaðrar skiptivinnu frá vinum og vandamönnum. Með slíku fyrirkomulagi var öll samningagerð að sjálf- sögðu mun einfaldari, og kæmu fram gallar, var oft á tíðum engan að sækja til saka. Samfara hinum breyttu þjóðfélagsháttum bætist árlega við mikill fjöldi nýrra laga og reglugerða, þannig að almenningur á stöðugt erfiðara með að vita, hvaða lög og hvaða réttur gildir í landinu. Þörf almennings fyrir lögfræðiaðstoð er því önnur og meiri en áður var, og fer sú þörf vaxandi í hlutfalli við aukin viðskipti og eignaum- sýslu ásamt stöðugt flóknari þjóðfélagsskipan. Hvarvetna blasa við einstaklingnum lögfræðilegar spurningar. Tök- um t. d. samning um kaup eða sölu á fasteign. Þar er um löggerning að ræða, þar sem mörg lögfræðileg vandamál geta komið upp, t. d. á sviði veðréttarins, og benda má á þá staðreynd, að oft reynir seljandi að undanskilja sig ábyrgð á göllum, sem fram kunna að koma í fast- eigninni. Hér má einnig nefna leigusamninga og samninga um bifreiða- kaup. Við alla slíka löggerninga koma oft á tíðum upp lögfræðileg vandamál, sem einstaklingurinn getur ekki leyst á eigin spýtur. Á þessu sviði er því mjög nauðsynlegt að hafa lögfræðing með í ráðum, 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.