Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 41
réttarhalda. Þar er bæjarþing Vestmannaeyja haldið einu sinni í viku hverri, svo og sjó- og verzlunardómur. Um mánaðamótin janúar—febrúar voru allra nauðsynlegustu skjöl og embættisbækur fluttar til Reykjavíkur og komið fyrir í hinu nýja húsnæði. Um viku síðar var mestur hlutinn af skjalasafni embættisins og embættisbók- um f'uttur til Reykjavíkur og ýmist afhent Þjóðskjalasafninu eða komið fyrir í geymslu í Hafnarbúðum. Það, sem eftir var, var flutt alllöngu síðar (með einkainnbúi bæjarfógeta) og komið fyrir á sama hátt, afhent Þjóðskjalasafni eða komið í geymslu. Starfsmenn skrifstofunnar fiuttust til Reykjavíkur eftir gosið og hófu störf í Hafnarbúðum, er húsnæðið þar var tilbúið til notkunar. Hluti af starfsfólki embættisins var þó áfram í Eyjum. Lögregluliðið fór að sjálfsögðu ekki, og hafðist við um sinn á lögreglustöðinni, en varð brátt að hverfa þaðan vegna mengunar. Fékk lögreglan þá nýtt aðsetur sunnar og hærra á Eyjunni, þar sem mengunar hafði ekki orðið vart. Vegna áframhaldandi hættuástands og til þess að geta fylgzt betur með eignum þeirra, sem burtfluttir voru, bæði húsum og öðru, var lögregluliðið von bráðar stórlega aukið, og var það all- fjölmennt um skeið. Er líða tók á sumarið fækkaði aftur í lögregluliðinu. Tveir löglærðir fulltrúar vinna hér hjá embættinu, og frá því skömmu eftir gosið hafa þeir til skiptis dvalið í Vestmannaeyjum og starfað þar í þágu embættis- ins. Einn tollþjónn hefur starfað í Eyjum eftir gosið, en hann hefur iafnframt önnur störf með höndum. Á sumum sviðum hefur starf embættisins minnkað eða dregizt saman vegna þess að verkefnum hefur fækkað. Á öðrum sviðum hefur haldizt í horfinu eða starfið jafnvel aukizt. Einkamálum hefur fækkað og sama er að segja um opinber mál. Þó hefur jafnan verið töluvert um opinber mál, en afgreiðsla þeirra hefur verið nokkrum erfiðleikum bundin, vegna þess að vitni og sak- borningar hafa verið dreifðir víða um landið og oft óvissa um dvalarstað. Þinglýsingum fækkaði mikið fyrstu mánuðina eftir gosið og var nær eingöngu um veðsetningar á bifreiðum að ræða. í því sambandi skal þess getið, að kaup og sala bifreiða að og frá Vestmannaeyjum hefur verið óvenjumikil jafnt og þétt frá því að gosið hófst, og hefur ekki verið meiri í annan tíma. Kaup og sala á fasteignum lá hins vegar að mestu leyti niðri fram á sumar, en hófst þá að nýju. Þinglýsingar jukust þá til muna. Mjög mikið var um afiýsingar, en Viðlagasjóður hóf undirbúning að greiðslu bóta fyrir hús, sem höfðu eyðilagzt eða skemmzt af völdum hrauns eða vikurs. Fógetagerðir fóru yfirleitt ekki fram, eftir að gosið hófst, hvorki fjárnám, löghald né lögtak. Engin uppboð fóru heldur fram og engin ný uppboðsauglýsing var gefin út. Uppboðum, sem voru byrjuð, var ýmist frestað eða þau niður felld. i upphafi eða tvo fyrstu mánuðina eftir gosið, giltu um þetta fyrirmæli 3. gr. laga nr. 3/1973, sbr. lög nr. 5/1973, sem mæltu fyrir um frestun á gjalddaga og frestun á réttaráhrifum af vanefndum á þeim fjárskuldbindingum, sem rætt er um í greininni. Gjaldþrot voru engin, en að öðru leyti var fyrir skiptarétti svipaður fjöldi mála og verkefna og oft áður. Sama er að segja um mál á sviði sifja- réttar, svo sem barnsfaðernismál, hjónaskilnaðarmál o. fl. Margs konar fyrir- greiðsla á ýmsum sviðum í þágu einstaklinga og almennings hefur jafnan verið allmikil, og að ég held, sízt minni en áður. Veigamikill þáttur í starfi embættisins, eins og í öðrum hliðstæðum embætt- 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.