Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 9
Hann var þéttur á velli og þéttur í lund. Margir máttu og sanna, að hann var þrautgóður á raunastund, en því flíkaði hann aldrei. Jafnan var hann æðru- laus, þótt á móti blési, hvort sem ranglát stjórnvöld áttu þar sök á eða óviðf- ráðanlegir atburðir. Hann var íþróttamaður og stundaði jafnan leikfimi. Hann átti góða hesta á yngri árum. Þeim, er þetta ritar, bauð hann oft á hestbak auk margra annarra skemmtana. Ég sá Ólaf fyrst 12 ára gamall, þegar við tókum próf inn í 1. bekk Mennta- skólans. Síðan fylgdumst við að, unz lokið var lagaprófi. Hann var lífið og sálin í samstúdentafélagi okkar Viginti quattuor, er nú verður fimmtíu ára næsta vor. Ólafur var mikill hamingjumaður í einkalífi sínu. Hann kvæntist ungur fríðri og góðri konu, Sigþrúði Guðjónsdóttur, er ól honum fjóra sonu, Jón, Guðjón, Gunnar Örn og Ólaf Helga, myndarlega menn í góðum stöðum. Naut Ólafur þeirrar gleði að sjá mörg efnileg barnabörn. Heimili hjónanna var orðlagt fyrir rausn og glæsibrag, og stóð það vinum þeirra jafnan opið, því að hjónin voru mestu höfðingjar heim að sækja. Nú lifir frú Sigþrúður mann sinn. Mjög var ástúðugt með þeim hjónum, og bar þar aldrei skugga á, enda reyndist kona hans honum þá bezt, er hann þurfti mest, í þungbærum veikindum, er jafnan ágerðust, unz yfir lauk. En eigi skal syrgja góðan dreng, heldur hlakka til endurfunda við hann og önnur bekkjarsystkin, er nú eru horfin. Magnús Thorlacius SIGURÐUR SIGURÐSSON Enn er höggvið skarð í hinn fámenna hóp starfandi málfærslumanna. Aðeins 37 ára gam- all var Sigurður Sigurðsson kallaður til feðra sinna. Hann fæddist í Reykjavík 22. nóvember 1935, sonur þeirra hjóna Rögnu Pétursdóttur, Pálssonar bónda í Hafnardal á Langadals- strönd, og Sigurðar Kristjánssonar alþingis- manns og ritstjóra, Árnasonar, bónda á Ófeigs- stöðum í Kinn. Sigurður ólst upp i stórum syst- kinahópi í Vonarstræti 2 í Reykjavík, miklu menningarheimili, sem annálað var fyrir sam- hent fjölskyldulíf. Hann hóf nám við Mennta- skólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdents- prófi 1955. Árið eftir dvaldist hann í Þýskalandi, en hóf laganám haustið 1956 og lauk embættis- prófi frá Háskóla islands í janúar 1962. Strax að loknu námi hóf hann störf á málflutningsskrifstofu Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar og Jóns Magnússonar, en gerðist fljótlega meðeigandi þeirra að fyrir- 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.