Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 19
Núgildandi ákvæði um gjafsókn er að finna í 11. kafla laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði. Samkv. 2. tl. 172. greinar má veita einstökum mönnum gjafsókn, sem eru svo illa stæðir fjárhags- lega, að þeir mega ekki án fjár síns vera frá framfærslu sinni eða sinna, eða frá atvinnurekstri sínum, er fara mundi til málsins. 1 grein- argerð með lögunum er ekkert um það að finna, hvaða sjónarmið liggja þarna að baki, en orðalag greinarinnar ber með sér, að hér er um nokkurs konar náðarbrauð að ræða, sem sver sig í ætt við fátækra- framfærslu og sveitarstyrk. Þetta tel ég rangt, og þetta sjónarmið veikir gildi gjafsóknarinnar. Því ber að rýmka núgildandi ákvæði til mikilla muna og miða við ákveðnar lágmarkstekjur og/eða lágmarks- eignir. Sá galli er á, að núgildandi ákvæði um gjafsókn ná ekki til upplýs- ingaþjónustu lögfræðinga og annarrar aðstoðar, svo sem aðstoðar við samningagerð, heldur kemur gjafsókn aðeins til greina, ef um mála- rekstur er að ræða. Að þessu leyti má líkja ákvæðunum um gjafsókn við það, að brú sé byggð, án þess að vegur sé að henni lagður. Ein- staka maður, sem hefur lag á að þræða vegleysuna, getur notfært sér brúna, en fæstir hirða um að standa í slíku. Lögfræðiaðstoð erlendis Mál það, sem hér er til umræðu, hefur eins og fyrr segir mikið verið í sviðsljósinu erlendis síðustu árin. Verður nú í stuttu máli gerð grein fyrir skipan þessara mála í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. 1 Danmörku er starfandi „Studenternes retshjælp“, en það er sjálfs- eignarstofnun, sem sett var á fót árið 1885, en núgildandi reglugerð fyrir stofnunina er frá árinu 1969 (nr. 562). Réttarhjálpin grundvallast á ólaunaðri þátttöku ca. 65 lögmanna, en aðeins forstöðumenn og skrifstofufólk tekur laun fyrir sitt starf. Réttarhjálpin fær fjárstyrk bæði frá einkaaðilum, sveitarfélögum og frá danska ríkinu. Rétt til þess að njóta þjónustu réttarhjálparinnar hafa allir, sem hafa árstekjur undir 30.000 dönskum krónum og að auki 3000 krónur fyrir hvert barn undir 18 ára aldri, svo og þeir sem eiga eignir undir 100.000 dönskum kr. Þetta eru þó aðeins viðmiðunarreglur, því að þau tilfelli eru metin sérstaklega, þar sem umsækjandur fara fram úr framangreindum mörkum um tekjur og eignir. Málsmeðferðin er þann- ig, að sá, sem aðstoðar leitar, gerir í upphafi málsins grein fyrir vandamálum sínum, og síðan er tekin af hálfu réttarhjálparinnar af- staða til hinnar lögfræðilegu stöðu og hver næstu skref verði af hálfu 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.