Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 22
sem gengu í gildi 1. júlí s.l., og er því þegar þetta er ritað, lítil reynsla komin á hið nýja kerfi, en mjög fróðlegt verður að fylgjast með þróun þessara mála í Svíþjóð. Hugmyndir Þá verður loks vikið lítillega að hugmyndum um leiðir, sem til greina kæmu, varðandi ókeypis lögfræðiaðstoð á Islandi. Það skal tekið fram, að hér er einungis um frumhugmyndir að ræða, sem lítt eru mótaðar. 1. „Sjúkrasamlagsfyrirkomulag“ í fyrsta lagi mætti hugsa sér nokkurs konar sjúkrasamlags-fyrir- komulag þannig, að allir fengju ókeypis lögfræðiaðstoð á svipaðan hátt og læknisþjónustu er háttað í dag, og lögmenn yrðu launaðir af því opinbera. Kosturinn við slíkt kerfi er að sjálfsögðu sá, að þar þyrfti ekki að meta, hverjir hefðu réttinn og hverjir ekki, heldur næði það til allra þegna þjóðfélagsins. Þá mundi hver fjölskylda væntanlega hafa sinn heimilislögfræðing. Ókosturinn við þetta fyrirkomulag er hins vegar sá, að það yrði mjög dýrt, og ljóst má vera, að þeir, sem best eru stæðir fjárhagslega og mestar eignir eiga, myndu e. t. v. helst þurfa á lögfræðiþjónustunni að halda. (Tekið skal fram, að um þetta eru skiptar skoðanir, t. d. leiddi könnun sem gerð var í Osló í ljós, að þörfin fyrir lögfræðiaðstoð væri mest hjá hinum tekjulægstu.) Það getur hins vegar tæplega talist tilgangurinn með slíkri samhjálp, að þeir hagnist mest á henni, sem fjárhaglslega þurfa síst á aðstoð- inni að halda. 2. Sérstök stofnun 1 öðru lagi væri hugsanlegt að fara svipaða leið og farin er á hinum Norðurlöndunum, þ. e. ákveðin stofnun sæi um þessa þjónustu og hún yrði aðilum að kostnaðarlausu, svo fremi að þeir séu undir ákveðnu lágmarki í eignum og tekjum. Kosturinn við þessa leið er sá, að hún nær fyrst og fremst til þeirra, sem af fjárhagsástæðum og/eða fé- lagslegum ástæðum eiga erfitt með að leita eftir lögfræðiaðstoð á hinum frjálsa markaði. Ekki er nauðsynlegt að miða við fastákveðið tekjuhámark, heldur mætti hugsa sér t. d., að þeir sem hefðu undir 450.000 kr. árstekjur hefðu endurgjaldslausa þjónustu, en úr því færi framlag þess opinbera minnkandi, allt upp í t. d. 600.000 kr. Þannig mætti draga úr þeim óþægindum, sem oft skapast, þegar draga þarf 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.