Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 23
fastar markalínur, sem miðaðar eru við ákveðna fjárhæð. Slík stofnun yrði að hafa með höndum lögfræðilega upplýsingaþjónustu, auk að- stoðar vegna málareksturs. Starfsfólk þyrfti að sjálfsögðu allt að vera launað, því að ekki er hægt að ætlast til með nokkurri sann- girni, að lögmenn eða annað starfsfólk vinni endurgjaldslaust fremur en aðrir. Ég tel, að þessi leið hafi fiesta kosti fram yfir það fyrir- komulag, sem byggt yrði upp á svipaðan hátt og sjúkrasamlögin. Þeim leiðum, sem hér hefur verið lýst, fylgir því miður sá ókostur, að hætt er við, að þjónusta sú, sem um ræðir, kæmi helst þéttbýlinu og þá fyrst og fremst Faxaflóasvæðinu til góða, en landsbyggðin yrði afskipt. Þar er um að ræða alvarlegt vandamál, sem þarfnast skjótrar úrlausnar og verður tæpast leyst nema með frumkvæði hins opinbera. Eins og fyrr segir, er ekki við að styðjast neinar tölulegar upp- lýsingar og rannsóknir varðandi efni það, sem hér um ræðir, að því er Island varðar. Hér er því ekki um að ræða neina vísindalega skil- greiningu á þörf almennings fyrir lögfræðiaðstoð eða samskiptum fólks við lögfræðinga. Ef spjall þetta gæti orðið til að vekja upp frekari umræður um málið, er tilganginum náð, enda er brýn nauð- syn á heildarendurskoðun þessara mála á íslandi. Heimildir þær, sem stuðst er við í grein þessari, eru af ýmsum toga spunnar. Má þar nefna upplýsingarit frá stofnunum þeim í ná- grannalöndunum, sem hafa með lögfræðiaðstoð án endurgjalds að gera, greinargerðir með lögum um „fri retshjælp" á Norðurlöndum ásamt blaða- og tímaritsgreinum um þetta efni. Þá má nefna bók Norðmannanna Stále Eskeland og Just Finne „Rettshjelp" og grein Hákonar Guðmundssonar um gjafsókn og ókeypis lögfræðiaðstoð (Elf- ljótur 4. tbl. XII. árg.). Þess er að lokum að geta, að lögfræðiaðstoð án endurgjalds var eitt af umræðuefnunum á 26. norræna lögfræðinga- mótinu í Helsingfors í ágúst 1972. Umræðurnar eru ekki komnar út á prenti, en greinargerð aðalframsögumannsins, Niels Th. Kjolbye lögmanns frá Danmörku, var gefin út fyrir mótið. Kallast hún Rets- hjælpens former og principper. Auk greinargerðar lögmannsins er þar skrá um ýmis gögn um þetta málefni. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.