Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 29
stofnað til námskeiðs. Að þessu sinni varð fyrir valinu stjórnun. I samráði
við Stjórnunarfélag islands var valið efni og fengnir fyrirlesarar.
Námskeiðið var haldið í Lögbergi dagana 24.—29. nóvember sl. og fluttir
voru 10 fyrirlestrar sem hér segir:
Stjórnsýsla og stjórnun, söguleg þróun, Þórir Einarsson dósent.
Hlutverk stjórnenda, sami fyrirlesari.
Hvatning (motivation), 2 fyrirlestrar, sami fyrirlesari.
Ákvörðunartréð, Guðmundur Magnússon prófessor.
Stjórnskipulag (organisation), Þórir Einarsson dósent.
Rafreiknar, Davíð Á. Gunnarsson verkfræðingur.
CPM (aðferð hinna bundnu leiða), Egill Skúli Ingibergsson verkfræðingur.
Stjórnun í opinberum rekstri, 2 fyrirlestrar, Ásgeir Thoroddsen hagsýslustj.
Þátttakendur í námskeiðinu voru 36. Námskeiðið var styrkt af Lögmanna-
félagi islands og Háskóla islands. Hjalti Zóphóníasson
FRÆÐAFUNDUR
Almennur félagsfundur var haldinn 15. nóvember s.l. Umræðuefnið var:
Dómstólakerfið og sérdómstólar. Fundurinn var með nýju sniði, þar sem
ekki var haldinn fyrirlestur, heldur voru frummælendur 4 og fluttu þeir stutt
inngangsorð, hver um sitt atriði. Umræðum stjórnaði Björn Sveinbjörnsson
hæstaréttardómari, sem jafnframt talaði fyrstur og ræddi dómstólakerfið í
núverandi mynd og sérdómstóla, sem innan þess eru. Síðan ræddi Ásgeir
Friðjónsson dómari um dóm í ávana- og fíkniefnamálum, Auður Þorbergsdóttir
borgardómari um fyrirhugaðan tryggingadóm skv. 1. gr. laga nr. 96/1971 um
breytingu á 6. gr. almannatryggingalaga nr. 67/1971, og loks Ólafur W.
Stefánsson skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu um hugmyndir
um umferðardómstól. í hinum almennu umræðum að loknu máli frummælenda
tóku þátt: Gunnar Möller hrl., formaður tryggingaráðs, Árni Guðjónsson hrl.,
lögfræðingur Félags íslenskra bifreiðaeigenda, Stefán Már Stefánsson borg-
ardómari, Björn Þ. Guðmundsson borgardómari, Þór Vilhjálmsson prófessor
og umræðustjórinn, Björn Sveinbjörnsson. Þ.V.
AÐALFUNDUR
Þann 13. desember s.l. var aðalfundur Lögfræðingafélagsins haldinn í Lög-
bergi (húsi lagadeildar). Formaður, Þór Vilhjálmsson, setti fund, en Hákon
Guðmundsson yfirborgardómari var kjörinn fundarstjóri og Hrafn Bragason
fundarritari. Formaður flutti skýrslu liðins starfsárs, og eru aðalatriði þeirrar
skýrslu birt annars staðar í ritinu. Ragnar Aðalsteinsson hrl. flutti skýrslu af
starfsemi BHM. Meginatriði skýrslu hans eru birt annars staðar í ritinu. Stefán
Már Stefánsson ejaldkeri félagsins lagði fram endurskoðaða reikninga og
skýrði þá. Kom fram, að fjárhagur félagsins hefur batnað á árinu og hafa
innheimtur gengið betur en áður. Félagið er nú skuldlaust við BHM í fyrsta
skipti í mörg ár.
Miklar umræður urðu um skýrslur þessar og reikningana. Kom m. a. fram
gagnrýni á þann hátt, sem um árabil hefur verið hafður á uppsetningu reikn-
27