Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1973, Blaðsíða 36
„Stefna er útgefin 6. marz 1972 og birt gagnvart stefnda, Hambros Bank Ltd., 27. marz 1972. Með leyfi þess banka hefur lög- fræðingur stefnda, Útvegsbanka islands, upplýst hér fyrir dómi, að 27. marz 1972 hafi Hambros Bank Ltd., átt peningainni- stæðu að fjárhæð kr. 6.824,00 á viðskipta- reikningi hjá Útvegsbanka islands i Reykja- vik. Af hálfu Hambros Bank Ltd., hefur því ekki verið mótmælt, að greind innistæða hafi verið fyrir hendi f umræddum banka nefndan dag. Þessi eign stefnda, Hambros Bank Ltd., í Reykjavík, á stefnubirtingar- degi, nægir til þess, að fullnægt sé skilyrð- um hinnar fortakslausu varnarþingsreglu 77. gr. laga nr. 85/1936. Jafnvel þótt talið yrði, að málsefnið væri þess eðlis, að úrlausn þess réðist af „enskri viðskiptavenju og enskum lögum", leiðir það ekki til frávísunar málsins, þegar af þeirri ástæðu, að mat f þvi efni á undir þennan dómstól. Ekki hefur stefndi, Hambros Bank Ltd., sýnt fram á, hvernig það getur leitt til frávis- unar þessa máls, að stefnandi hefur ekki stefnt firmanu „Lockie Pemberton" (sic.) hér fyrir dóm og hann yrði ef til kæmi að höfða mál gegn þvi firma fyrir brezkum dómstól- um." Frávísunarkröfunni var þvi hrundið, en rétt þótti, að ákvörðun um málskostnað biði endanlegs dóms ( málinu. Úrskurður sjó- og verslunardóms Reykja- vikur 20. mars 1973. Dómendur: Björn Þ. Guðmundsson borg- ardómari, Eggert Kristjánsson löggiltur end- urskoðandi og Jóhann J. Ólafsson stór- kaupmaður. Lögmaður stefnanda: Hörður Ólafsson hrl. Lögmaður stefnda Hambros Bank Ltd.: Hjörtur Torfason hrl. Lögmaður stefnda Út- vegsbanka íslands: Axel Kristjánsson hrl. FASTEIGNAKAUP. GALLAR. Með kaupsamningi dags. 22. april 1968 seldi stefndi stefnanda ibúð á 1. hæð i húsi 1 Reykjavík ásamt geymslu o. fl. í kjallara. Verðið var 2,3 millj. kr., og skyldi greiða 1.750.000 kr. svo til þegar i stað. Hið selda var talið 39,4% af allri eigninni, sem var 2 hæðir og kjallari, byggð 1961. Stefndi keypti sinn hluta f fokheldu ástandi. í sáttakæru sagði, að veturinn 1970—1 hefði farið að bera á leka inni í ibúð stefn- anda gegnum sprungu á suðurútvegg I stofu. Við nánari athugun hefðu sprungur komið i Ijós víða I útveggjum, og hefði verið greini- legt, að í þær hefði verið sparslað og yfir þær málað, þegar húsið var málað að utan vorið 1968. Þá hefði komið fram, að öll handrið væru nánast ónýt vegna veðrun- ar og að óeðlilegar skemmdir hefðu orðið á útitröppum. Matsmenn voru dómkvaddir til að segja til um orsakir gallanna, mæla fyr- ir um úrbætur og meta til peninga kostnað við viðgerðir. Matsbeiðendur voru allir þá- verandi eigendur hússins, þ. e. stefnandi málsins og 2 aðrir menn. Stefnandi byggði kröfur sinar á matsgerðinni og krafði stefnda um kr. 101.440 auk vaxta og kostnaðar. Var fjárhæðin tiltekinn hundraðshluti af mats- upphæðinni, en hún tók til alls hússins. Krafa stefanda var sundurliðuð þannig: Viðg. á sprungu 39,4% af 162.000 kr.: 63.828 — handriðum 50 % af 32.100 16.050 — útitröppum 50 % af 18.000 9.000 Hluti af matskostnaði 9.062 Lögfræðikostnaður við mat 3.500 Stefndi krafðist aðallega sýknu, en til vara verulegrar lækkunar á stefnukröfunni, svo og málskostnaðar. í niðurstöðu dómsins segir: „Gallar þeir, sem stefnandi heldur fram, að umrædd fasteign sé haldin, felast i sprungum hússins að utan og í litlu veðrun- arþoli steypu í handriðum og útitröppum. Svo sem fyrr greinir, keypti stefndi eignar- hluta sinn í húsinu í fokheldu ástandi. Dómendur hafa gengið á vettvang og kann- að aðstæður. Sprungur hússins þykja liggja á þeim stöðum, sem helzt má vænta, og eng- in visbending liggur fyrir um, að sérstakar sprunguviðgerðir hafi farið fram. Dómend- ur eru þeirrar skoðunar, að sprungur húss- ins séu meiri en við megi búast í sambæri- legum tilvikum. Þess verður þó að gæta, að múrlos á suðurhlið hússins má ef til vill að nokkru rekja til ofnleka, eins og nánar er rakið i matsgerð. Dómendur telja nægjanlega upplýst, að skemmdir á handriðum bílskúrs, útitrappa og svala megi rekja til ónógs veðrunarþols þeirra. Hins vegar hafi ekki verið færð fram óyggjandi rök fyrir því, að skemmdir á úti- töppum megi rekja til steypugalla á þeim eða slæmrar meðferðar stefnda sjálfs á þeim. Þess er einnig að geta, að matsgerð kveð- ur á um kostnað við málun hússins og for- vinnu í því sambandi að fjárhæð kr. 87.000,00. Hafa verður i huga, að sá timi nálgaðist, sem telja verður eðlilegan til venjulegrar við- haldsmálunar og jafnvel annars viðhalds. Liklegt er, að umræddar skemmdir hafi smám saman komið í Ijós. Samkvæmt aðilaskýrslu stefnanda kvartaði hann út af þeim um það bil 3 árum eftir að kaup fóru fram. Óumdeilt er að stefndi hafði ekki at- vinnu að þvi að selja fasteignir og að hann 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.